17.5.2008 | 10:03
Og talandi um tré
Það virðist vera algjörlega nauðsynlegt að troða niður trjám á hvern auðan blett á landinu og ég verð að tjá mig um það fyrst ég er byrjuð að tala um landið og landeyðingu. Ég er áhugamanneskja um landgræðslu og að Ísland fjúki ekki á haf út. Mér þykja tré falleg og hef plantað þeim mörgum víða. Þó sennilega flestum á Snæfoksstöðum í Grímsnesi. (Þá er ég ekki að tala um flest trén sem eru þar, heldur flest trén sem ég hef sett niður...)
Ég hins vegar er ekki alveg sátt við að allsstaðar þurfi að vera tré. Ég veit að þeir ferðamenn sem koma til landsins heillast af hinni fallegu náttúru. Það er af því að þeir sjá hana.
Það er ekkert gaman að hafa fallegt landslag og sjá það ekki fyrir trjám. Eitt mesta umhverfisslys sem ég veit um eru trén sem hefur verið plantað við þjóðveg 1 fyrir framan Skógafoss.
Það er mér ógleymanlegt þegar ég sá þennan foss frá þjóðveginum í fyrsta skipti. Þvílík sjón og þvílíkur foss. Þegar blessaðar litlu sætu hríslurnar sem búið er að planta þarna verða orðnar stórar, þá mun þessi fallegi foss ekki sjást frá þjóðveginum. Ekki fá fólk til að hægja á sér og beygja að Skógum og skoða fossinn betur.
Tré eru falleg. Þau veita skjól og binda koltvísýring. En þau eiga ekki allsstaðar rétt á sér.
Hemjum okkur í skógræktinni. Það má líka rækta landið með öðrum aðferðum.
Um bloggið
Hulda Brynjólfsdóttir
Tenglar
Áhugaverðar síður
- ABC-Barnahjálpin Hægt að styrkja barn mánaðarlega.
- Heiðmar Heiðmar er ljóðamaður góður og bloggar af snilld.
- Kvennakórinn Ljósbrá Heimasíða kvennakórsins Ljósbrá.
- Kærleiksvefur Júlla Notaleg og hlýleg síða um mörg og misjöfn mannleg málefni.
- Vinnustaðurinn minn Heimasíða skólans sem ég vinn við.
- Húgó sáli Húgó hefur svo margt gáfulegt fram að færa.
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Eins og talað útúr mínu græna hjarta!
Hallmundur Kristinsson, 17.5.2008 kl. 18:19
Slveg sammála. Tré, hundar og kindur eiga að vera á afmörkuðum svæðum. Tré í skógum, hundar í sveit og kindur í beitarhólfum.
Gísli B. Gunnars. (IP-tala skráð) 18.5.2008 kl. 09:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.