13.4.2008 | 18:11
Egill og félagar
Ég ætla ekki að tala um þennan ótrúlega snjó sem hefur kyngt niður í nótt, heldur mjög svo ánægjulega ferð í Landnámssetrið í Borgarnesi þar sem hlustað var á flutning Benedikts Erlingssonar á Egils sögu Skallagrímssonar.
Hún var frábær.
Við fórum fyrst á Egilssýninguna sem er í safninu og það var ágætt, því þá þekkti maður algjörlega söguna áður en farið var að hlusta á Benedikt segja hana. Farið er í gegnum söguna með hljóðleiðsögn og menn og munir skoðaðir, en þeir eru fyrst og fremst settir saman úr afgöngum. Gömlum brotnum stólum, afsöguðum trjábútum og svo framvegis.
Flutningur Benedikts, eða frásögn hans á Eglu er virkilega skemmtileg. Hann tengir hana snilldarlega við nútímann og áhorfendur veltast um af hlátri, þó svo að Egilssaga geti langt því frá talist gamansaga. Þannig vísar hann fólki um sveitina á landnámstíð með Húsasmiðjuna og röraverksmiðjuna á staðnum, bæina merkta með skiltum og notar frasa úr talmáli unglinga þegar hann flytur samræður fornmannanna .
Maðurinn er bara sögumaður af Guðs náð og fangar áheyrendur algjörlega, það er eins og maður sé þátttakandi í atburðum landnámssögunnar, en einnig fastur í nútímanum.
Ef þið hafið ekki farið að sjá þessa sýningu, þá endilega drífið ykkur áður en hann hættir með hana,- hún er geggjuð.
Um bloggið
Hulda Brynjólfsdóttir
Tenglar
Áhugaverðar síður
- ABC-Barnahjálpin Hægt að styrkja barn mánaðarlega.
- Heiðmar Heiðmar er ljóðamaður góður og bloggar af snilld.
- Kvennakórinn Ljósbrá Heimasíða kvennakórsins Ljósbrá.
- Kærleiksvefur Júlla Notaleg og hlýleg síða um mörg og misjöfn mannleg málefni.
- Vinnustaðurinn minn Heimasíða skólans sem ég vinn við.
- Húgó sáli Húgó hefur svo margt gáfulegt fram að færa.
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Algerlega sammála þér, skemmti mér konunglega og m.a.s. unglingurinn á heimilinu elskar að koma þarna. Erum búnar að fara tvisvar og eigum örugglega eftir að fara oftar. Bauð norskri vinkonu með mér í annað skiptið og henni fannst þetta stórkostlegt.
Bylgja Hafþórsdóttir, 14.4.2008 kl. 08:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.