7.4.2008 | 14:04
Bíllinn minn
Ég á skoda octavia bíl sem ég er mjög ánægð með. Eyðir litlu, kemst ýmislegt, þýður og þægilegur á malbiki en svolítið lágur til kviðarins, þannig að á malarvegum slétta ég miðjuna ef hún er uppúr.
Eitt hefur þó valdið mér áhyggjum og kvíða með hann, en það er að þegar ég aflæsi honum með fjarstýringunni, opna eina hurð og set hann ekki í gang, þá læsir hann sér aftur eftir smá stund. Þar sem ég er með lítið barn, þá þarf ég oft að festa það í stólinn sinn áður en ég næ að opna aðra hurð og ræsa bílinn og hann hefur stundum læst sér á meðan ég er að binda hana. Ég hef því passað það mjög vel að sleppa aldrei lyklinum fyrr en ég er komin undir stýri.
Það er algjörlega útilokað að opna bílinn nema með því að taka lykilinn úr svissinum (hafi ég ekki startað) og opna með fjarstýringunni. Ég get ekki opnað með tökkunum á hurðinni og ekki með fjarstýringunni í lyklinum á meðan hann er í svissinum. - Eiginlega skil ég ekki til hvers þessi tækni er svona... .
Á laugardaginn lendi ég svo í því sem ég hafði óttast mest; bíllinn læsist með barninu bundnu í bílstólnum og lyklinum í svissinum.
Ég hringdi í 112, fékk lögregluna á staðinn, sem gat ekki opnað og með barnið grátandi hinum megin við rúðuna, sagðist ég ekki geta sótt varalykilinn 35 km leið aðra leiðina. Með aðstoð góðra einstaklinga náðum við að teipa rúðuna farþegamegin og brjóta hana með hamri.
Það var ekki laust við að maður titraði pínulítið þegar ég fékk stelpuna í fangið. Skil ekki þessa tækni, vonandi er hægt að aftengja þetta,- ég er allavega hætt að nota fjarstýringuna. Langar mest að fá mér annan bíl .
Takk þið sem hjálpuðuð mér .
Um bloggið
Hulda Brynjólfsdóttir
Tenglar
Áhugaverðar síður
- ABC-Barnahjálpin Hægt að styrkja barn mánaðarlega.
- Heiðmar Heiðmar er ljóðamaður góður og bloggar af snilld.
- Kvennakórinn Ljósbrá Heimasíða kvennakórsins Ljósbrá.
- Kærleiksvefur Júlla Notaleg og hlýleg síða um mörg og misjöfn mannleg málefni.
- Vinnustaðurinn minn Heimasíða skólans sem ég vinn við.
- Húgó sáli Húgó hefur svo margt gáfulegt fram að færa.
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Skamm skamm, Oktavía, að gera hennu Huldu þetta!
Hallmundur Kristinsson, 7.4.2008 kl. 18:25
Já mér finnst þetta algjör skömm.
Takk fyrir stuðninginn.
Hulda Brynjólfsdóttir, 9.4.2008 kl. 20:00
Sæl
ÉG held að þetta sé bilun í bifreið þinni. Bílarnir eiga ekki að læsa sér með lyklinum í svissinum.
Eyjólfur Sturlaugsson, 9.4.2008 kl. 21:54
Ekki spurning Hulda mín. Fáðu þér nýja bíl. !!!!!!!!!
Gísli B. Gunnars. (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 22:19
Já, mér finnst reyndar alveg ástæða til að endurnýja eftir þessar hremmingar.
Er núna á Pajero,- það er alltaf voðalega notalegt að vera svona hátt uppi, en þeir eyða bara leiðinlega miklu miðað við núgildandi verðlag
Hulda Brynjólfsdóttir, 11.4.2008 kl. 13:38
Ég á líka skoda..að vísu fabia en hann gerir ekkert þessu líkt. Get opnað hann utanfrá..innanfrá..ofaná..með lykilinn í svissinum eða ekki..
Þinn er bara skódiljóti að haga sér svona..
Brynja Hjaltadóttir, 13.4.2008 kl. 23:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.