2.4.2008 | 17:29
Sögur
Á vinnustað mínum þessa vikuna er kona frá Bandaríkjunum (North-Dakota),- reyndar tvær, því vinkona hennar kom með henni,- sem er háskólamenntaður "story-teller" = sagnaþulur. Nú er hún hætt að kenna og farin að ferðast um og kynna þetta í öðrum skólum og löndum. Við könnumst við "sögu-aðferðina" frá Skotlandi, þar byggist kennslan á því að námsefnið er kynnt nemendum með sögu. Síðan eru unnin verkefni útfrá henni og oft eru nemendur líka látnir búa til sögur um eitthvað sem tengist námsefninu. Þetta er oft mjög skemmtilegt. Í þessu tilfelli er konan aftur á móti að segja sögur og kenna börnunum að segja sögur og viðhalda þannig sagnahefðinni sem hefur gengið mann fram af manni í gegnum aldirnar.
Þessi kona er búin að fara í allar bekkjardeildir frá 1. uppí 10. bekk og segja nemendum sögur,- á amerísku. Hún er mest á unglingastiginu, en hefur heimsótt okkur í yngri bekkjunum líka. Það verð ég að segja að það var gaman að fylgjast með henni. Að sjálfsögðu varð ég að túlka fyrir krakkana, en hún náði þeim samt með sér, stóreygum og fullum af áhuga og gerandi hreyfingarnar með henni. Og alltaf horfðu þau á hana,- hún var að segja söguna, þó svo að þau skildu fátt af því sem hún segði og ég bergmálaði einhversstaðar fyrir aftan, þá var það samt hún sem sagði söguna og hún sem átti athygli þeirra allra.
Hún sagði líka að sögur væru það sem alltaf höfðuðu til allra,- líka þeirra sem eru límdir fyrir framan tölvur og sjónvörp. Ef þeir heyrðu sögu, þá væru þeir strax komnir með fulla athygli. Mér fannst þetta nokkuð áhugavert, en það fékk mig líka til að hugsa um svipinn á börnunum mínum þegar ég segi þeim sögur frá því ég sjálf var lítil. Það þarf ekki svo merkilegar sögur til að fanga athygli barna. Þeim finnst sögur af okkur þegar við vorum á þeirra aldri mjög merkilegar þó okkur finnist það kannski ekki. Og ég man eftir ófáum ferðalögum þar sem ég sagði þeim sögur ofan í sögur og þau báðu mig um nýja sögu um leið og önnur kláraðist. Ferðalagið varð einhvernveginn miklu styttra líka.
...
Ég er annars búin að fylla bílinn af bensíni Ætli þeir lækki svo ekki meira á morgun!!!?
Um bloggið
Hulda Brynjólfsdóttir
Tenglar
Áhugaverðar síður
- ABC-Barnahjálpin Hægt að styrkja barn mánaðarlega.
- Heiðmar Heiðmar er ljóðamaður góður og bloggar af snilld.
- Kvennakórinn Ljósbrá Heimasíða kvennakórsins Ljósbrá.
- Kærleiksvefur Júlla Notaleg og hlýleg síða um mörg og misjöfn mannleg málefni.
- Vinnustaðurinn minn Heimasíða skólans sem ég vinn við.
- Húgó sáli Húgó hefur svo margt gáfulegt fram að færa.
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.