22.3.2008 | 18:32
Páskarnir á morgun.
Gleðilega páska gott fólk.
Ég sit og geri fjársjóðskort fyrir börnin mín svo þau geti leitað að páskaegginu sínu á morgun. Það finnst þeim alveg óskaplega gaman og vilja hafa það flókið svo að eitthvað fútt sé nú í þessu. Sonurinn bað um að sínar leiðbeiningar yrðu á ensku þetta árið en hann er að æfa sig í henni.
Ég hef gert þetta síðan þau voru 3 og 4 ára og þá teiknaði ég myndir fyrir þau. Þegar þau urðu læs breyttist það í texta með léttum vísbendingum, en ég hef fengið ákúrur fyrir það undanfarin ár að þetta sé nú alltof einfalt hjá mér. Þannig að nú er ég örlítið andlaus og sit hér alveg sveitt yfir að búa til flóknar vísbendingar,- á ensku.
En ég hef líka hrikalega gaman af þessu og það er bara svo gaman að gera eitthvað sem er pínu hversdagslegt örlítið skemmtilegra með svona, þannig að ég ætla að halda áfram að semja.
Megið þið njóta páskahátíðarinnar öll sömul og þeirra leikja sem þið finnið uppá með ykkar börnum, öðrum fjölskyldumeðlimum eða vinum. Og farið varlega í páskalambið...
Um bloggið
Hulda Brynjólfsdóttir
Tenglar
Áhugaverðar síður
- ABC-Barnahjálpin Hægt að styrkja barn mánaðarlega.
- Heiðmar Heiðmar er ljóðamaður góður og bloggar af snilld.
- Kvennakórinn Ljósbrá Heimasíða kvennakórsins Ljósbrá.
- Kærleiksvefur Júlla Notaleg og hlýleg síða um mörg og misjöfn mannleg málefni.
- Vinnustaðurinn minn Heimasíða skólans sem ég vinn við.
- Húgó sáli Húgó hefur svo margt gáfulegt fram að færa.
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Skrítin tilfinning þegar þessum skemmtilegu páskaleikjum með börnunum er lokið. He. He. Fyrstu páskarnir hjá mér í yfir 20 ár þar sem ekki einu sinni var keypt páskaegg og ég ein heima. Kannski Brúnó minn hafi viljað gefa mér páskaegg þegar hann fangaði hænuna í morgun. Pabbi yngstu stelpunnar minnar sem er að fara að fermast orti heilu ljóðabálkana handa henni með vísbendingum og leiddi hana þannig áfram og út um allt áður en að eggjafelustaðnum kom. Hún elskaði það. En nú mín orðin pæja og er fyrir norðan hjá honum yfir páskana. Veit þau eiga eftir að skemmta sér konunglega. Gleðilega páska
Bylgja Hafþórsdóttir, 22.3.2008 kl. 19:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.