Verð að tjá mig

Ég get ekki annað en tjáð mig hérna þó svo að færslan snúist kannski meira um kvennafótboltann en kvennahandboltann. Ég ætla líka að fyrirbyggja þann misskilning að ég hafi vit á íþróttum og þá sérstaklega boltaíþróttum. Ég hef það ekki mikið. Fylgist ekkert náið með skulum við segja.

Ég kemst samt ekki hjá því að fylgjast með þeim raunum sem karlalandsliðið í fótbolta hefur átt í undanfarið og þar á meðal hversu illa gekk að fá nýjan þjálfara fyrir liðið,- sem æfir sjaldan saman (ef eitthvað) og hefur ekki gengið neitt sérstaklega vel undanfarið. "Strákarnir okkar" hafa heldur ekki gert neina sérstaka hluti í handboltanum undanfarið.

En stelpurnar eru bara að gera helling,- hafa unnið marga landsleiki undanfarið, allavega í fótboltanum kannski í handboltanum líka, ég hef bara ekki fylgst nógu vel með til að tjá mig um það.

Og þar með kem ég að því sem ég vil tjá mig um; AF HVERJU er boltaíþróttum kvenna ekki gert hærra undir höfði? Ef þessir karlar (með fullri virðingu fyrir þeim) eru að fara að spila landsleik, þá er allt sett úr skorðum, barnatímanum á RÚV er slaufað - með miklu harmakveini hjá börnum sem ekki skilja þetta. Fréttir eru færðar til. Við fáum beinar lýsingar bæði fyrir og eftir, viðtal við þjálfara, spekúlasjónir frá gömlum íþróttahetjum og svo framvegis og svo framvegis....

En stelpurnar... Nei, kannski í miðju íþróttayfirlitinu er sagt frá því með einni setningu að þær hafi unnið Skota í landsleik eða eitthvert annað lið. Engin viðtöl í aðalfréttum,- bein útsending? Ekki á besta tíma allavega og þannig mætti lengi telja...

En þetta á við miklu fleiri íþróttagreinar reyndar.

Ég ætla ekki einu sinni að byrja að ræða um fötluðu snillingana okkar sem raða inn gullverðlaununum á ólympíuleikum og heimsmeistarakeppnum...

Þá fyrst verð ég nú brjáluð...


mbl.is Ísland hélt hreinu í seinni hálfleik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er bara ykkur sjálfum að kenna.  Þegar spilaðar eru boltagreinar þá er húsin nánast tóm.  Ef það er enginn áhugi þá er ekki verið að fara að sýna frá leikjum. 

Es. það voru bara tveir kvennalandsleikir í fótbolta sem hafa verið vel mætt á síðustu 10 ár.

Baldur (IP-tala skráð) 20.3.2008 kl. 19:37

2 Smámynd: Gróa Margrét Valdimarsdóttir

Ég bara datt hérna inn og verð bara að segja að ég er alveg sammála þér þetta er til skammar. En ég verð líka aðeins að tjá mig um athugasemdina hér fyrir ofan. Ég held einmitt að hluti ástæðunnar að færri horfa á stelpurnar er einfaldlega sá að umfjöllunin er miklu minni. Þegar vel er mætt á þeirra leiki hefur umfjöllunin yfirleitt verið meiri en gengur og gerist hja kvennalandsliðum. En sú umfjöllun kemur samt oft til út af óvenjulegum auglýsingarherferðum. Það er nefnilega ekki nóg fyrir þær að vera góðar í fótbolta og ná miklu betri árangri en karlarnir til að fá sömu umfjöllun heldur þurfa þær alltaf að hafa fyrir því að gera eitthvað nýtt og óvenjulegt líka. Það er hundleiðinlegt að horfa á karlalandsliðið tapa svo það er ekki út af skemmtanagildinu sem fólk horfir á þá.

Gróa Margrét Valdimarsdóttir, 20.3.2008 kl. 20:33

3 identicon

Kvennabolti er leiðinlegri

Andri (IP-tala skráð) 20.3.2008 kl. 20:35

4 identicon

Kvennalid dana og nordmanna i handbolta eru mjøg vinsæl og fa mikla umfjøllun i sinum løndum. Ef islensku stelpurnar spiludu eins vel er eg 100% viss a ad thad væri sama her landi.  Islenska kvennalidid er thvi midur ekki enn a althjodlega "handboltakortinu". thad eru "strakarnir" hinsvegar bunir vera lengi. 

bjartur (IP-tala skráð) 20.3.2008 kl. 22:19

5 Smámynd: Bylgja Hafþórsdóttir

Takk kærlega fyrir það. Ljóðið er á heimasíðu Lítilla engla: litlirenglar.is

Kær kveðja

Bylgja

Bylgja Hafþórsdóttir, 21.3.2008 kl. 11:13

6 identicon

Verð að bæta hér smá við að auðvitað fjölgar áhorfendum eftir því sem umfjöllun er meiri en ég get samt ekki alveg verið sammála henni Gróu þegar hún segir að stelpurnar verði alltaf að gera e-d óvenjulegt fyrir hvern leik t.d. auglýsingar ofl. svo að aðsókn aukist ég man ekki betur en þegar áhorfendametið var slegið sl. sumar á leik ísland og serbíu í fótbolta þá hafi stúlkurnar ekki gert neitt óvenjulegt heldur bara staðið sig vel í undanförnum leikjum þar á undan og þar af leiðandi eykst umfjöllun um liðið.

Konur eru svo bara ekki nógu duglegar að sækja kappleiki því meirihluti áhorfenda (langstærsti hluti) eru karlmenn og þeir kjósa frekar að horfa á kynbræður sína keppa í boltagreinum heldur en að horfa konur gera það sama.

 Kvennalandsliðin í boltagreinum hafa ekki getað neitt að undanskildu fótboltaliðinu undanfarin ár.  Karlalandsliðin bæði í hand og körfubolta hafa bæði staðið sig betur.

Leikir geta verið skemmtilegir hjá karlaliðinu þótt þeir tapist. Auðvitað vilja allir sjá lið sín vinna en ég vill frekar sjá leiki sem fara 4-4 en 1-0.

Baldur (IP-tala skráð) 21.3.2008 kl. 17:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hulda Brynjólfsdóttir

Höfundur

Hulda Brynjólfsdóttir
Hulda Brynjólfsdóttir

Móðir, kennari og náttúru-unnandi.   

 hulda67@gmail.com

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • P1010079
  • ...di_p1010079
  • Tekið hef ég hvolpa tvo...
  • P1010098
  • P1010070
  • P1010053

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband