Hljóðfæraleikarar

Mér var sagt það, þegar ég hafði sungið; Hér sérðu Línu Langsokk, tsjalahei, tsjalahó, tsjalahopsasa... dögum saman, að sennilega ætti ég að gera eitthvað annað en að syngja fyrst ég ætti svona erfitt með að halda lagi. Þarna var farið aðeins fínna í það að segja mér að ég væri fölsk heldur en systkini mín höfðu gert dagana á undan, þegar þau sögðu háum rómi hvert á eftir öðru: "Þegiðu Hulda, þú getur ekkert sungið!" Þá var ég 6 ára.

Þessi fínt orðaða setning hafði þó miklu meiri áhrif en hin orðin og varð til þess að ég grjóthætti að syngja þegar aðrir heyrðu til í mörg ár og var alveg sannfærð um að þetta væri satt. - Ég gæti ekki sungið og þá væri betra að sleppa því.

Með tíð og tíma komst ég að því að ég gæti nú kannski alveg gólað skammlaust.

Annað sem ég hafði mjög gaman af í æsku og það var að spila á orgel sem var til heima. Ég lærði Gamla Nóa utan að, Allt í grænum sjó, og Veistu hvað ljóminn er ljómandi góður. (Magnað tónverk Joyful) Systir mín 3 árum eldri fékk að læra á orgelið, en það var ekki talin þörf á að fleiri meðlimir fjölskyldunnar færu í tónlistarskóla og fullvíst að hún gæti bara kennt mér.

Það var reynt... W00t

Ég sat sveitt og samviskusöm og gerði fingraæfingar sem ég skildi ekki og hún sat við hlið mér, reyndi að segja mér til og gargaði öðru hvoru yfir því hvað ég væri heimsk og treg og gæti ekki látið puttana tolla á réttum nótum... - Mig minnir að ég hafi fengið tvær kennslustundir hjá henni...

Ég greip þá til þess örþrifaráðs að setja UHU-límklessur á nóturnar þar sem puttarnir áttu að vera og vita hvort fingurnir tylldu ekki á sínum stað. Bandit Nei! ... - Virkaði ekki! En límklessurnar eru ennþá á orgelinu og hafa aldrei náðst af. - UHU- heldur sko!

Ég er alveg ákveðin í því að læra á fiðlu á elliheimilinu! - og ég ætla að æfa mig vel og lengi Halo, þá verð ég fullgild á hörpuna hinu megin. Ef maður hefur þá einhvern tíma í svoleiðis þar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hulda Brynjólfsdóttir

Höfundur

Hulda Brynjólfsdóttir
Hulda Brynjólfsdóttir

Móðir, kennari og náttúru-unnandi.   

 hulda67@gmail.com

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • P1010079
  • ...di_p1010079
  • Tekið hef ég hvolpa tvo...
  • P1010098
  • P1010070
  • P1010053

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband