29.2.2008 | 19:43
Öfund
Mér barst það til eyrna í gær að það sem af er þessu ári, þá hafi bílasalar selt 400 nýja Toyota Land Cruiser jeppa og 50 nýja Range Rover jeppa. VÁ!! Ég veit þeir kosta öðru hvoru megin við einn tug milljóna króna (stykkið), þó ég viti ekki mikið meira um þá... Í fréttunum áðan var farið á bílasölu og bílar sem kostuðu 25 milljónir íslenskra króna skoðaðir. Maðurinn sem fylgdi bílunum til landsins hafði aldrei upplifað það fyrr að svona fámenn þjóð keypti svona mikið af svona dýrum lúxusbílum, eins og það var orðað. Hann var hins vegar stoltur yfir að vera þáttakandi í þessu - ég er ekki hissa,- þetta er eitthvað til að segja barnabörnunum frá.
Ég hef alltaf átt óskaplega auðvelt með að gleðjast með öðrum þegar þeim gengur vel - og það geri ég svo sannarlega líka núna. Mikið óskaplega er ég ánægð með að þessum mönnum og konum skuli vera fært að eiga og aka á svona dýrum bílum um götur landsins,- bara innilega njótið!
Ég er hins vegar miklu ánægðari með að ég skuli ekki finna hjá mér minnsta vott af þörf fyrir að hafa svona farartæki undir rassinum. Ég á mjög svo þægilegan Skoda Octavia sem kemst allt sem ég ætla honum. Kannski myndi ég ætla honum meira ef ég héldi að hann kæmist það, en ég hef ekki þörf fyrir það. Ég get lagt honum hvar sem er og ég er ekkert mjög taugaveikluð yfir því að einhver rekist utan í hann eða rispi hann ponsulítið og ég held að hann mengi ekkert svakalega mikið.
Ég verð samt að hafa orð á því að bíllinn minn er ekki með sjálfvirkum hreinsibúnaði,- hvorki að utan né innan og mér finnst það galli. Ég væri alveg til í að borga örlítið meira fyrir bíl ef svoleiðis fylgdi, því mér finnst leiðinlegt að þrífa og bóna bíla,- voða gaman þegar ég er búin að því, en...
Ætli það fylgi þessum bílum sem kostuðu 20 millurnar,- eða er aukabúnaðurinn fyrst og fremst falinn í kampavínskælinum í baksætinu?
Um bloggið
Hulda Brynjólfsdóttir
Tenglar
Áhugaverðar síður
- ABC-Barnahjálpin Hægt að styrkja barn mánaðarlega.
- Heiðmar Heiðmar er ljóðamaður góður og bloggar af snilld.
- Kvennakórinn Ljósbrá Heimasíða kvennakórsins Ljósbrá.
- Kærleiksvefur Júlla Notaleg og hlýleg síða um mörg og misjöfn mannleg málefni.
- Vinnustaðurinn minn Heimasíða skólans sem ég vinn við.
- Húgó sáli Húgó hefur svo margt gáfulegt fram að færa.
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 26040
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.