26.2.2008 | 13:20
Tíminn
Var að ræða við einhvern um daginn hvað tíminn liði mishratt og virtist þjóta áfram eftir að maður hætti að vera krakki... (heppin ég að vera svona mikið barn ennþá ). En svo væri það þannig að þegar maður væri að bíða eftir einhverju, þá færi tíminn að líða hægar. Svo kæmi að því að það sem maður bíður eftir kemur, líður örskot framhjá og er síðan horfið í tímans rás.
Þá rifjaðist það upp fyrir mér að ég heyrði einhverntímann þá speki að: "...allir væru í endalausri leit að hamingjunni. En hvað er hamingjan? Er leitin að hamingjunni kannski hamingjan?"
Ég staldraði við og hugsaði um að sameina þetta tvennt. Leitina að hamingjunni og að láta tímann líða hægar,- eða hraðar, eftir því hvort við viljum.
Eins og t.d. fyrir jólin. Aðventan er notuð í að bíða eftir jólunum og undirbúa jólin. Ég er voðalegt jólabarn og átti geðveikt góð jól núna síðast. En aðventan var líka geggjuð og ég notaði hana í allskonar undirbúning fyrir jólin, samveru með góðum vinum, fjölskyldunni, föndur og bakstur... (...já... helv...baksturinn... ókey. kannski var ekki allt geggjað...)
En það sem ég held og hef orðað áður er að ef við njótum tímans sem við höfum eða höfum ekki, einbeitum okkur að því sem við erum að gera hverju sinni. Hættum að hugsa um allt hitt sem er eftir að gera og vinnum í verkefninu sem við erum með af fullum hug, getur þá ekki verið að tíminn líði á þeim hraða sem við viljum að hann líði? Og fullur af hamingju líka?
Ef við erum að bíða eftir að eitthvað gerist, njótum þá biðarinnar! Hún getur líka verið spennandi, - alveg eins og þegar við biðum eftir jólunum sem börn (og ég geri ennþá...) Kannski er hún bara miklu meira spennandi en það sem við bíðum eftir, hver veit.
Hvernig er þetta annars með páskana? Af hverju eru svona fáir með páskastress, en margir með jólastress? Fylgir páskastress bara fermingum og heitir þá fermingarstress? Fara bara allir á skíði (nema ég) um páskana og það þarf ekkert að stressa sig fyrir það? Eru páskarnir eitthvað minni hátíð en jólin?
Ég er annars á fullu að undirbúa árshátíð (afmælisárshátíð) skólans sem ég vinn við og er hundstressuð, með alltof lítinn tíma og er akkúrat þessvegna að koma þessu á blað! Eigingirnin og eiginhagsmunasemin í fyrirrúmi!!! Hugsa bara um sjálfa mig... Þetta er nýja slökunaraðferðin mín... Að skrifa um hvernig maður geti notið stressandi undirbúnings fyrir eitthvað !!!
Njótið með mér!
Um bloggið
Hulda Brynjólfsdóttir
Tenglar
Áhugaverðar síður
- ABC-Barnahjálpin Hægt að styrkja barn mánaðarlega.
- Heiðmar Heiðmar er ljóðamaður góður og bloggar af snilld.
- Kvennakórinn Ljósbrá Heimasíða kvennakórsins Ljósbrá.
- Kærleiksvefur Júlla Notaleg og hlýleg síða um mörg og misjöfn mannleg málefni.
- Vinnustaðurinn minn Heimasíða skólans sem ég vinn við.
- Húgó sáli Húgó hefur svo margt gáfulegt fram að færa.
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.