Konudagurinn

Það er komið kvöld og ég bíð enn eftir því að fá blómvönd... Hmmm,- hvusslass kæruleysi er þetta að gefa mér engin blóm??? - Systir mín fékk tvo blómvendi,- að vísu komu skátarnir heim að dyrum hjá henni og það var ekki hægt annað en kaupa blómvönd handa henni, en ég meina,- þetta mætti nú vera minna og jafnara,- af hverju fær hún tvo en ég engann? Frown

Annars var ég á þorrablóti í gær,- borðaði yfir mig náttúrulega, þó svo að ég geti ekki komið ofan í mig súrum mat, en dansaði yfir mig líka,- mikið svakalega var gaman. Ég held samt að þetta hafi ekki náð að vera á þorranum, kláraðist hann ekki á föstudaginn? Eða var þorraþrællinn í gær?       Ég, þessi þjóðlegi einstaklingur er nú bara ekki alveg nógu handviss á þessu Blush.

En hvað svosem því viðkemur, þá er Góan byrjuð,- og ný vika líka. - Og búið að velja Júróvisjón-lag. Veit ekki hvað ég á að segja um það hef ekki heyrt það frá upphafi til enda til að geta dæmt það og fylgdist ekki með þessari langloku sem Laugardagslögin voru,- eða "Laugardalslaugin" eins og þeir sögðu í spaugstofunni. Þetta var jú allt samsæri og bara fimmtudagslög og alls ekki í beinni.Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallmundur Kristinsson

Það gengur auðvitað ekki að þú fáir engin blóm! 

Hallmundur Kristinsson, 24.2.2008 kl. 22:03

2 Smámynd: Hulda Brynjólfsdóttir

...ég fékk ekki einu sinni vísu... búhúhú

Hulda Brynjólfsdóttir, 25.2.2008 kl. 10:22

3 Smámynd: Hallmundur Kristinsson

Mér þætti leitt ef þú lentir í krísu.
Langar þig í eitthvað fleira
en ágætisblóm og vandaða vísu?
Viltu kannski eitthvað meira?  

Hallmundur Kristinsson, 25.2.2008 kl. 10:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hulda Brynjólfsdóttir

Höfundur

Hulda Brynjólfsdóttir
Hulda Brynjólfsdóttir

Móðir, kennari og náttúru-unnandi.   

 hulda67@gmail.com

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • P1010079
  • ...di_p1010079
  • Tekið hef ég hvolpa tvo...
  • P1010098
  • P1010070
  • P1010053

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband