Hallú...

Æ... mig langar ekki að tjá mig um Villa greyið, ríkissjónvarpið eða neitt af því sem er í fréttum, - ekki á þeim nótunum allavega.

63 milljarða tap FL-group er mér ofvaxið,- skil ekki svona háar tölur... Enda kenni ég stærðfræði á yngsta stigi og þar erum við að vinna með mun smærri talnagildi.

Strákakjánarnir sem rugluðust á stúlku og níræðri konu eiga ekki mína samúð,- ekki heldur fyrir að vera svona óglöggir á tölur. Kannski þá helst fyrir að "lenda" í því að eiga sökótt við stúlkur, sama á hvaða aldri þær eru.

En mér finnst alveg dásamlegt hvað það hefur hlýnað úti og hvað það er orðið bjart fram eftir á kvöldin og þá ekki síst að vorlaukarnir séu farnir að blómstra í Danmörku. Það gerir manni svo hlýtt í geði að það skuli vera farið að grænka í Danaveldi á meðan við mokum skaflana hérna heima á Fróni Smile... 

- og það má alls ekki lesa neina kaldhæðni útúr þessari athugasemd hjá mér!!!

 

... var í smá blogg-leti. Kannski ég reyni að taka mig á þar,- eða bara segja formlega upp sem bloggari,- það má líka... Woundering


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þráinn Sigvaldason

Nei...það má ekki segja upp sem bloggari. Byji maður að blogga þýðir það að maður verður að blogga alla ævi...þannig er það bara

Þráinn Sigvaldason, 14.2.2008 kl. 11:23

2 identicon

Maður má sko blogga þegar maður vill...og taka sér frí þegar manni hentar:)

Vigdís Stefánsdóttir (IP-tala skráð) 16.2.2008 kl. 12:51

3 identicon

   Ritlhvatning 

Að skrifa þegar skrafa ber

skyldi glens að hneigja. 

en enginn getur aftrað mér

ef ég kýs að þegja!

Mér finnst hvorutveggja gott:

a) að vera annars gestur án þess að taka tíma hans, fyrr en hann sjálfur kýs að lesa og sömuleiðis

b) að geta fengið gesti allan sólarhringinn heim á sitt eigið ritl(blogg), - og geta tekið á móti þeim á náttfötunum,

- að vísu eru mínir gestir mun orðvarari en þínir.  Það má alveg líta á það sem kost, en óneitanlega er gaman að masinu.

Góðar stundir og gleðilegt ritl. Kveðja frá Heiðmari

PS Bókstafnum í var ofaukið í athugasemdinni sem ég setti í gær, búinn að leiðrétta hana og flytja hingað og vil nú biðja þig Hulda að henda þeim pistli enda færðu þennan í staðinn og sunnudagsmorgunkveðju sem ekki fylgdi hinum.  Kv. IHJ

IHJ (IP-tala skráð) 17.2.2008 kl. 06:39

4 Smámynd: Hulda Brynjólfsdóttir

Heyr þér Vigdís,- mér hentar að taka mér frí núna, - ætla að gera það. Þráinn, þú getur lesið bloggið hennar Vigdísar á meðan, hún er með góðar skoðanir og gaman að lesa frá henni.

Heiðmar, þú ert snilli. Takk fyrir.

Hulda Brynjólfsdóttir, 18.2.2008 kl. 14:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hulda Brynjólfsdóttir

Höfundur

Hulda Brynjólfsdóttir
Hulda Brynjólfsdóttir

Móðir, kennari og náttúru-unnandi.   

 hulda67@gmail.com

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • P1010079
  • ...di_p1010079
  • Tekið hef ég hvolpa tvo...
  • P1010098
  • P1010070
  • P1010053

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 26041

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband