16.1.2008 | 11:09
Hugleiðingar
Það snjóar ennþá og ég sit hér fullkomlega andlaus yfir leikritasamningi. Þarf að fara til Reykjavíkur, en er hér um bil búin að blása það af vegna þess að veðurstofan spáir roki eftir hádegið og mér sýnist að það sé eitthvað smávegis til af snjó til að blása útum Brand og Runólf og búa til skafla sem hvorki ég né skodinn minn ráðum við .
Er annars ekki einhver þarna úti sem getur sent mér straum svo að andinn komi yfir mig með þetta leikrit sem ég er að reyna að hnoða saman,- að eigin ósk, ég tek það fram... .
Um bloggið
Hulda Brynjólfsdóttir
Tenglar
Áhugaverðar síður
- ABC-Barnahjálpin Hægt að styrkja barn mánaðarlega.
- Heiðmar Heiðmar er ljóðamaður góður og bloggar af snilld.
- Kvennakórinn Ljósbrá Heimasíða kvennakórsins Ljósbrá.
- Kærleiksvefur Júlla Notaleg og hlýleg síða um mörg og misjöfn mannleg málefni.
- Vinnustaðurinn minn Heimasíða skólans sem ég vinn við.
- Húgó sáli Húgó hefur svo margt gáfulegt fram að færa.
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hulda mín það er alveg sjálfsagt að bjarga þér með eitt stykki leikrit. Um hvað á það fjalla, hverjir eiga að leika í því og hverjir eiga að horfa á það.
Kv. Gísli
Gísli B. Gunnars. (IP-tala skráð) 16.1.2008 kl. 17:47
Elsku Gísli minn, af hverju mundi ég ekki eftir þér og allri þinni reynslu í þessum bransa!!!???
Ég set mig í samband við þig,- lítur út fyrir kaffi um helgina!
Hulda Brynjólfsdóttir, 16.1.2008 kl. 19:21
Kæra frænka
Skapandi straumar hafa verið sendir þér með hraðhuxi.
kv
Lói
Eyjólfur Sturlaugsson, 16.1.2008 kl. 22:13
Takk frændi,- ég fann fyrir þeim
Hulda Brynjólfsdóttir, 17.1.2008 kl. 11:47
Sendi hér með leikhússtrauma...vindur er hagstæður þannig að þetta ætti að koma fljótlega.
Þráinn Sigvaldason, 17.1.2008 kl. 13:39
Kom einmitt einhver vindhviða hérna áðan...
Hulda Brynjólfsdóttir, 17.1.2008 kl. 14:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.