15.1.2008 | 13:26
Veðrið
Vonda veðrið sem var bara í Grindavík í gær, syni mínum til ómældrar óánægju er komið lengra inná landið. Hér snjóar og snjóar!
Við fórum til Reykjavíkur í gær og leit út fyrir að veðrið væri nokkuð slæmt þegar við fórum yfir Hellisheiði, en nei, bara brunablíða í höfuðstaðnum. Sonurinn var ekki úrkula vonar um að það gæti nú kannski verið snjókoma hér fyrir austan, af því að við erum svo nálægt fjöllunum, en nei! við mættum aðeins þremur snjókornum á Landveginum á heimleiðinni og hann fór í þá mestu fýlu sem hann hefur tekið lengi.
Hann var samt vakinn með gleðifréttum, því það þurfti að moka frá útidyrunum í morgun og hann tók það að sér,- rétt gaf sér tíma til að fara í buxurnar!!!
- honum finnst gaman í snjó ef það skyldi fara eitthvað á milli mála!!!
En það gekk ekki eins vel að koma öllum öðrum í skólann og lengi vel var ég bara með tvo nemendur í morgun,- ég hugsa að sonurinn hefði alveg viljað hafa þurft að ferðast með skólabíl í morgun
Um bloggið
Hulda Brynjólfsdóttir
Tenglar
Áhugaverðar síður
- ABC-Barnahjálpin Hægt að styrkja barn mánaðarlega.
- Heiðmar Heiðmar er ljóðamaður góður og bloggar af snilld.
- Kvennakórinn Ljósbrá Heimasíða kvennakórsins Ljósbrá.
- Kærleiksvefur Júlla Notaleg og hlýleg síða um mörg og misjöfn mannleg málefni.
- Vinnustaðurinn minn Heimasíða skólans sem ég vinn við.
- Húgó sáli Húgó hefur svo margt gáfulegt fram að færa.
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.