9.1.2008 | 20:51
Landmannaafréttur
Ef einhver (sem slysast hér inn ) skyldi nú hafa áhuga á því að skoða 30 ára kvikmynd sem tekin var á Landmannaafrétti og aðrar 15 ára gamlar myndir, þá verður fjallskilanefnd Landmannaafréttar með sýningu á þeim á föstudaginn kl. 20.30 hér á Laugalandi.
Mér líst svo á að þetta geti verið ansi skemmtilegt fyrir fólk sem hefur áhuga á landinu okkar og sögu þjóðarinnar og hinnar mögnuðu skepnu; sauðkindarinnar . Þannig að ég ákvað að láta það berast.
...
Hins vegar finnst mér auglýsingin svolítið villandi, en þar eru gamlir fjallmenn og "...makar þeirra..." hvattir til að koma. Ég velti því aðeins fyrir mér hvort mér verði þá ekki hleypt inn þar sem ég er hvorki gamall fjallmaður, né maki... - En ætli fjallmenn af Flóamannaafrétti fái ekki inngöngu ef þeir fara leynt. Ég er allavega búin að bjóða tveimur vönum fjallmönnum af Hreppamannaafrétti með mér og því ættum við að teljast gjaldgeng,- eða ég vona það - þau eru allavega bæði makar.
Um bloggið
Hulda Brynjólfsdóttir
Tenglar
Áhugaverðar síður
- ABC-Barnahjálpin Hægt að styrkja barn mánaðarlega.
- Heiðmar Heiðmar er ljóðamaður góður og bloggar af snilld.
- Kvennakórinn Ljósbrá Heimasíða kvennakórsins Ljósbrá.
- Kærleiksvefur Júlla Notaleg og hlýleg síða um mörg og misjöfn mannleg málefni.
- Vinnustaðurinn minn Heimasíða skólans sem ég vinn við.
- Húgó sáli Húgó hefur svo margt gáfulegt fram að færa.
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú verður að biðja þá um smella þessu á netið ef þeir geta því ég hefði mikinn áhuga á að sjá þessar myndir. Ef ég hefði tíma væri gaman að kíkja en þetta hefði þurft að vera síðustu helgi því þá var ég í næsta nágrenni.
FLÓTTAMAÐURINN, 9.1.2008 kl. 22:49
Dóri.
Tvær yngri myndirnar (1992 og 1997) voru með hljóði. Þær er hægt að kaupa hjá fjallskilanefnd og ég veit að Olgeir í Nefsholti getur útvegað þær á dvd-disk ef þú hefur samband við hann.
Hulda Brynjólfsdóttir, 13.1.2008 kl. 18:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.