Liðið ár

Árið 2007 var gott en líka erfitt.

Það sem stendur uppúr er Hornstrandaferðin um verslunarmannahelgina. Farin á vegum KÍ með 38 ókunnugum manneskjum og 3 sem ég þekki vel Smile. Var samt gráti nær þegar systir mín lét alla hina 41 standa upp og syngja fyrir mig afmælissönginn út í guðsgrænni náttúrunni, - reyndar á barmi hengiflugs til að vera nákvæmur,- það er mögnuð upplifun. Þarna var ekki símasamband og samgöngur eingöngu á fæti eða siglandi. Bara frábær ferð. Mæli með staðnum fyrir afmælishald.

Ég labbaði líka yfir Fimmvörðuháls með samkennurum úr Vallaskóla og síðan með Stóru-Laxárgljúfrum með systur minni. Áður hafði ég æft mig á Esjunni, Búrfelli í Grímsnesi og Ingólfsfjalli.

Þetta voru gönguferðirnar.

Svo fór ég til Leeds með samkennurum úr Vallaskóla. Við vorum þar í 5 daga og það var mjög gaman.

Svarfaðardalurinn að venju. En annars engar stórar ferðir.

Var á milli húsa í einn og hálfan mánuð og bjó þá í íbúð systur minnar í Reykjavík. Þar reyndar upplifði ég höfuðstaðinn á nýjan hátt, en hún á íbúð rétt fyrir ofan reiðhöllina í Víðidal og ég horfði útí Heiðmörk útum eldhúsgluggann og var fimm mínútur að labba útí náttúruna. - Það var gott, en annars er ég bara áfram viss um að ég og Reykjavík eigum ekki samleið.

Svo flutti ég í Rangárþing og þar er gott að vera. - Ætla að vera þar soldið áfram. Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þráinn Sigvaldason

Já árið 2007 var þér greinilega gott...vonum að árið 2008 verði jafnvel enn betra

Þráinn Sigvaldason, 9.1.2008 kl. 12:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hulda Brynjólfsdóttir

Höfundur

Hulda Brynjólfsdóttir
Hulda Brynjólfsdóttir

Móðir, kennari og náttúru-unnandi.   

 hulda67@gmail.com

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • P1010079
  • ...di_p1010079
  • Tekið hef ég hvolpa tvo...
  • P1010098
  • P1010070
  • P1010053

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband