Þrettándinn

Ég var á Selfossi í gær. Þar er þrettándinn haldin hátíðlegur með miklum myndarbrag. Farin er blysför í gegnum miðbæinn og kveikt í brennu á útivistarsvæði við tjaldstæði bæjarins og síðan eru jólin kvödd með stórkostlegri flugeldasýningu. Blysförin er leidd af litlum traktor sem dregur kerru með Grýlu, Leppalúða og einhverjum fleirum hárprúðum tröllum og spilar álfalög úr vel háværum græjum og álfakóngur og drottning eru fremst á kerrunni. Síðan eru þrettán jólasveinar sem bera kyndil og ganga í dreifðri röð með fólkinu í þessari skemmtilegu göngu. Áhugasamur sprengjusérfræðingur fylgir göngunni og sprengir upp háværar bombur með reglulegu millibili. Þegar komið er að bálkestinum raða sveinkarnir sér utanum köstinn og leggja blysin að og tendra eldinn.

Í stuttu máli sagt þá finnst mér þetta flottasta samkoma ársins á Selfossi og þó víðar væri leitað. Flugeldasýningin er alveg milljón og gangan er skemmtileg og þarna kemur saman óhemju mikill fjöldi af manneskjum á öllum aldri.

Á meðan flugeldarnir drundu svo undirtók í fjöllunum, þá heyri ég að einn jólasveinninn segir við ungan mann rétt hjá mér: "Hva er Grýla að prumpa?"

Drengurinn alveg dó af hlátri: "Nei, Grýla prumpar ekki svona, það sjást ekki litir þegar hún prumpar!!!"

"Júhú, það eru einmitt svona ljós sem koma þegar Grýla prumpar!" sagði þá sveinki og drengurinn hló enn meir. Grin (ég líka LoL)

Þetta var alveg stórkostlegt og flugeldasýningin engu lík,- hafið þökk fyrir þið sem stóðuð fyrir þessu. Kissing


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þráinn Sigvaldason

Ha ha ha...magnaðir Jólasveinar

Þráinn Sigvaldason, 7.1.2008 kl. 11:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hulda Brynjólfsdóttir

Höfundur

Hulda Brynjólfsdóttir
Hulda Brynjólfsdóttir

Móðir, kennari og náttúru-unnandi.   

 hulda67@gmail.com

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • P1010079
  • ...di_p1010079
  • Tekið hef ég hvolpa tvo...
  • P1010098
  • P1010070
  • P1010053

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband