Ferðamáti

Flestir sem ferðast til útlanda plana það vel fyrirfram og hafa allt á hreinu áður en þeir yfirgefa ástkæra fósturjörð - panta gistingu allan tímann, morgunmaturinn öruggur, bílaleigubíll eða rútuferðir í fyrirfram skipulagðar ferðir og ekki breytt útaf neinu. Sumir fara jafnvel ár eftir ár til sama lands, á sömu ströndina, sama hótelið og helst í sama herbergið.

Vinafólk mitt eitt hefur mjög skemmtilega aðferð þegar það ferðast til útlanda sem mig langar að deila með ykkur ef þið eruð svo kjörkuð að vilja prófa Smile .

Þau panta flug til ákveðins lands,- helst bara nógu ódýrt flug og bílaleigubíl,- kannski gistingu fyrstu nóttina en það er ekki nauðsynlegt. Þegar til landsins er komið fara þau bara þangað sem nefið snýr og láta ferðina ráðast þegar þau eru komin út. Einu sinni þegar þau fóru í svona ferð, þá fengu þau flugfar til Frakklands á mjög sanngjörnu verði. Þegar þau komu á flugvöllinn var fullt af fólki í biðröð að fara inní rútu sem var merkt einhverskonar vínberjanafni (eða eitthvað...). Þau stilltu sér upp í röðina og fóru um borð í rútuna, því hún var greinilega að fara í einhverja ferð sem þau myndu komast til baka úr aftur. Í stuttu máli sagt, þá enduðu þau á vínekru þar sem boðið var uppá vínsmökkun og síðan voru ýmsar uppákomur frameftir degi og svo rútuferð aftur heim í bæinn þar sem þau höfðu lagt af stað. Þau hafa oft lent í mjög skemmtilegum ferðum með því að gera þetta svona og ég verð að segja að mér hugnast þessi ferðamáti Smile .

- Allavega í bland Wink .

Maður á nefnilega að taka sjensinn öðruhvoru og grípa tækifæri sem gefast en ekki sitja alltaf kyrr heima hjá sér af því að það gæti jú hugsanlega kannski eitthvað óvænt gerst sem setti líf manns úr skorðum... W00t 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Ég er þessi "alltfyrirframákveðið" týpa. Er einmitt að plana slíka ferð í vor (stórafmæli framundan...gosh) og allt að verða klárt. Færi sennilega yfir um af geðvonsku ef ég væri þreytt í útlöndum að skima eftir gistingu og slíku..

Brynja Hjaltadóttir, 5.1.2008 kl. 19:30

2 Smámynd: Þráinn Sigvaldason

Svona á að ferðast. Vera ekki endilega alltaf að þræða túristastaðina heldur að upplifa menninguna beint frá þeim innfæddu. Láta hið óvænta ráða ferðinni.

Þráinn Sigvaldason, 7.1.2008 kl. 10:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hulda Brynjólfsdóttir

Höfundur

Hulda Brynjólfsdóttir
Hulda Brynjólfsdóttir

Móðir, kennari og náttúru-unnandi.   

 hulda67@gmail.com

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • P1010079
  • ...di_p1010079
  • Tekið hef ég hvolpa tvo...
  • P1010098
  • P1010070
  • P1010053

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband