Nýtt ár er byrjað

...og til hamingju með það allir sem ég sendi ekki sms á nýársnótt eða kveðju í jólakortum Cool .

Nú eru búnir tveir dagar af þessu glænýja ári og það hefur hingað til þótt tilheyra að strengja áramótaheit eða gera einhver róttæk plön. Ég er auðvitað engin undantekning. Heitið er samt alltaf það sama,- lifa heilbrigðu lífi, hreyfa mig og borða hollt. Og ég fer oftast eftir því en gleymi mér svo í þessu dásamlega apparati sem var fundið upp fyrir löngu og heitir góður matur og hvíld (eða leti á góðri íslensku...) Crying - en það þarf nú líka að sinna því.

Ég er samt búin að gera nokkur plön fyrir árið og vona að þau gangi eftir. Ég er samt ekki viss um að þýskunám í tvær vikur í Þýskalandi með vinkonu minni verði að veruleika, en það væri samt vissulega gaman. Hins vegar ætlum við að labba Laugaveginn og erum byrjaðar að plana það. Önnur vinkona ætlar með mér í Veiðivötn og ég vona að það hafist þrátt fyrir að þar sé upppantað áður en sumarið á undan klárast og svo vona ég að það hafist að fá sumarbústað í Hallormsstaðaskógi, en það er ég búin að reyna þrisvar áður held ég... - mamma sagði reyndar alltaf: "Allt er þá þrennt er og fullreynt í fjórða sinn!" og ég hlýt að fá úthlutun þar þetta árið.

Ég ætla líka norður í Svarfaðardalinn, en það er ekki fréttnæmt og svo er ein ferð plönuð á Vestfirðina,- þá held ég að sumarið sé langt komið - ja allavega hýran mín FootinMouth .

En fyrst eru það samt leikhúsin,- hef oftast náð tveimur - þremur sýningum á vetri og ætla að halda því áfram. Ég ætla með soninn í afmælisferð á Ladda (ein af fáum sem er ekki búin að sjá þá sýningu - skilst mér...) og svo höfum við systurnar sameinast á eina leiksýningu á vetri og nú þarf að finna eina sem er þess virði að sjá og svo aðra með vinkonu minni sem ég hef náð að draga með mér líka öðru hvoru. Það væri líka hægt að sameina þá ferð og fara bara á eina sýningu...

Leggjast yfir auglýsingarnar! - Eða fara í óperuna kannski!? Það er nú líka gaman,- verst að maður skilur þær svo illa Errm .


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þráinn Sigvaldason

Gleðilegt ár vinan mín. Þetta eru flott áramótaheit hjá þér

Þráinn Sigvaldason, 3.1.2008 kl. 10:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hulda Brynjólfsdóttir

Höfundur

Hulda Brynjólfsdóttir
Hulda Brynjólfsdóttir

Móðir, kennari og náttúru-unnandi.   

 hulda67@gmail.com

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • P1010079
  • ...di_p1010079
  • Tekið hef ég hvolpa tvo...
  • P1010098
  • P1010070
  • P1010053

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband