27.12.2007 | 18:39
áramótin
Framundan eru dagar sem hafa oft reynst tveimur fjölskyldumeðlimum afar erfiðir á mínu heimili. Kannski verður einhver breyting hér í sveitinni,- allavega hjá öðrum þeirra. Þessir tveir aðilar hafa ætt um húsið í óþægilegri spennu.
Annars vegar er það sonurinn sem þráir ekkert frekar en að fá að skjóta upp nokkrum bombum og spennan og tilhlökkunin er algjörlega að fara með hann, þannig að hann sefur varla, liggur yfir bæklingum frá flugbjörgunarsveitum og slysavarnarfélögum og merkir við þá flugelda sem hann langar mest í og þess á milli æðir hann um og gerir móður sína gráhærða(ri) með endalausum spurningum um hvort hann megi kannski skjóta einum upp núna!!!
Hins vegar er það tíkin. En hennar vælandi þramm fram og aftur um húsið er af gagnstæðri ástæðu,- = skelfingu! Hún varð fyrir því óláni að ýlu var skotið upp rétt hjá henni þegar hún var hvolpur og síðan hefur ljósadýrð í lofti og snöggir hvellir alltaf gert hana algjörlega ómögulega. Þá vælir hún og ýlfrar, æðir í hringi um húsið og felur sig undir borðum og stólum og horfir skelfingaraugum upp í loftið.
Þar sem að bomburnar byrjuðu að hljóma á Selfossi strax og sölurnar opnuðu þá var þetta nokkuð langur tími fyrir dýrið og ekki hægt að setja hana á róandi alla þessa daga. En ég á von á að hér í sveitinni verði þetta rólegra og jafnvel ekkert fyrr en á réttum degi,- nema það sem sonurinn fær að láta á flug - svo að ég haldi þokkalega sönsum.
En semsagt á morgun á víst að gera sér ferð á Hellu til að styrkja flugbjörgunarsveitina og svo þurfum við að ráða fram úr því hvar við verðum,- lýst best á að fara austur á land - eða norður miðað við veðurspána,- stakk upp á því að vera í Reykjavík og sjá ljósadýrðina þar, en ætli við yrðum ekki skotin niður þar þegar rokið gengur yfir bæinn,- þannig að málið er ennþá óleyst.
Æ,- það er alltaf gaman að búa við smá spennu. Ætli Hrunamannahreppurinn verði ekki fyrir valinu, það er svo ofarlega að kannski verður þar besta veður og allar bombur rata til himna!
Um bloggið
Hulda Brynjólfsdóttir
Tenglar
Áhugaverðar síður
- ABC-Barnahjálpin Hægt að styrkja barn mánaðarlega.
- Heiðmar Heiðmar er ljóðamaður góður og bloggar af snilld.
- Kvennakórinn Ljósbrá Heimasíða kvennakórsins Ljósbrá.
- Kærleiksvefur Júlla Notaleg og hlýleg síða um mörg og misjöfn mannleg málefni.
- Vinnustaðurinn minn Heimasíða skólans sem ég vinn við.
- Húgó sáli Húgó hefur svo margt gáfulegt fram að færa.
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Var að uppgötva að þú býrð í Rangárþingi eða er það ekki rétt annars? Svona er maður nú fróður..
Brynja Hjaltadóttir, 27.12.2007 kl. 20:26
Jahá, þú ert svo skörp
. Flutti á Laugaland með börnin í ágúst síðastliðnum og kann ótrúlega vel við mig,- skil ekki af hverju þú hættir að vera Rangæingur...
Hulda Brynjólfsdóttir, 27.12.2007 kl. 21:56
Hvenær hættir maður að vera Rangæingur og hvenær hættir maður ekki að vera Rangæingur?
Þráinn Sigvaldason, 28.12.2007 kl. 11:07
Ætli maður hætti því nokkurn tímann... - ég er allavega alltaf Flóafífl - og stolt af því
.
Hulda Brynjólfsdóttir, 28.12.2007 kl. 13:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.