26.12.2007 | 18:26
Jól allra tíma!
Við erum að tala um jól eins og jól eiga að vera. Svona er snjórinn búinn að vera síðan á aðfangadag og það hefur bara bætt við hann á hverjum degi. Mjúkur, hreinn og yndislegur jólasnjór sem dempar öll hljóð og er fallegur og virðist vera eins og hlý sæng.
Við höfum átt bestu jól ever,- held ég! Við höfum að sjálfsögðu etið góðan mat, tekið upp pakkana og tekið þátt í veraldarvafstrinu eins og allir aðrir. En við höfum líka notið þess að vera til, fundið fyrir frið og ánægju yfir því að vera saman og njóta lífsins.
Við renndum okkur á snjóþotu, byggðum snjóhús ,
sátum úti á tröppum og horfðum á tunglið með friðarkerti okkur við hlið - og það var alveg geggjað! (tunglið sko...) - það var bjart og fallegt og lýsti upp skýin með gullnum bjarma...
og svo var andlitið á Kleópötru púslað af miklum móð,- sú minnsta fékk reyndar ekki að vera með í því, en hún mátti spila með okkur.
Í dag fóru börnin í jólaboð með föður sínum og ég fór að syngja í kirkjukórnum og það var nokkuð stórbrotin lífsreynsla. Messan var í lítilli kirkju hér rétt hjá og þegar hringjarinn hringdi klukkunum, þá fann maður hvernig kirkjan titraði pínulítið,- kórinn stóð við hliðina á altarinu og söng þar frammi fyrir öllum. Stundin var einhvernvegin svo hátíðleg og stórbrotin að maður fann til sín þarna uppi. Kannski hafa jólin bara þessi áhrif á mann?! Annars held ég að þetta sé allt spurning um hugarfar.
Ég eyddi síðustu helgi í Reykjavík með systur minni og við fórum saman í búðir. Fyrst fórum við í Kringluna þar sem allt var troðið af fólki með geðveikisglampa í augum, leitandi að gjöfum við hæfi! En þegar tölvukerfið í Reiknistofu Bankanna fraus með 50 manns bíðandi við kassann í Hagkaup og ég var næstfremst í röðinni, þá áttaði ég mig á því að þetta var allt saman misskilningur. Það var ekki einn einasti maður sem missti stjórn á sér á meðan beðið var eftir að kerfið færi í lag. Fólk spjallaði bara saman og brosti vorkunnsamt til afgreiðslufólksins,- hvergi var geðveiki að sjá, heldur bara afslappað og rólegt fólk sem naut þess að versla.
Við fórum svo á Laugaveginn um kvöldið (reyndar tvö kvöld í röð, því við urðum að upplifa Þorláksmessu stemningu þar...) og þá sá maður einhvernveginn allt annarskonar fólk. - Þetta hefur reyndar verið rætt áður - það er öðruvísi stemning á Laugaveginum en í Kringlunni! Fólk er rólegra og kannski meira komið þangað til að sýna sig og sjá aðra heldur en til þess að versla. Kórar og tenórar sungu á götuhornum og við Sólon þar sem tenórarnir 3 og Ólafur Kjartan sungu og skemmtu var umferðarteppa,- fólk komst ekki lengra.
Þessir tveir dagar voru ekki síður yndislegir en jólin hafa verið fram að þessu,- þó svo að loftræstigrindinni hafi verið stolið af skodanum mínum í bílageymslu systur minnar á meðan við transportuðum á hennar bíl um höfuðstaðinn.
- Það gat ekki eyðilagt jólafílinginn hjá mér og heldur ekki skíturinn úr músarræflinum sem hafði farið innum baðherbergisgluggann hjá mér og gert þarfir sínar ofan á klósettkassann,- það er ljóst að hún veit til hvers klósett eru !!!
Segið svo að mýs séu heimskar.
Um bloggið
Hulda Brynjólfsdóttir
Tenglar
Áhugaverðar síður
- ABC-Barnahjálpin Hægt að styrkja barn mánaðarlega.
- Heiðmar Heiðmar er ljóðamaður góður og bloggar af snilld.
- Kvennakórinn Ljósbrá Heimasíða kvennakórsins Ljósbrá.
- Kærleiksvefur Júlla Notaleg og hlýleg síða um mörg og misjöfn mannleg málefni.
- Vinnustaðurinn minn Heimasíða skólans sem ég vinn við.
- Húgó sáli Húgó hefur svo margt gáfulegt fram að færa.
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já ég tek undir það með þér að stemmningin á Laugarveginum er allt öðruvísi en í Kringlunni. Ég hefði alveg viljað vera þar á Þorláksmessukveldi
Þráinn Sigvaldason, 27.12.2007 kl. 14:19
Algjörlega þess virði að prófa,- þú kemur bara með næst .
Hulda Brynjólfsdóttir, 27.12.2007 kl. 18:45
Ókey...23. des 2008 sett inn í reminder hjá mér
Þráinn Sigvaldason, 27.12.2007 kl. 23:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.