ekki alveg hætt

Ég held ég sé alveg að finna mig hérna á bloggsíðunni,- eða þannig... - ætli ég þegi svo ekki þunnu hljóði eitthvað fram eftir nýrri viku, það mætti segja mér það Crying . Það er bara þannig að stundum hefur maður fullt að segja og stundum ekki neitt.

Mig langaði aðeins að segja frá leynivinavikunni okkar. Hún var nefnilega "komin útí tóma vitleysu" eins og sumir orðuðu það, því það var enginn - eða fáir sem höfðu einhverja hrekki í frammi, heldur voru allir bara nokkuð góðir við vini sína og gáfu helst eitthvað matarkyns. Konfekt eða svoleiðis. Einum datt þó í hug að fylla vasa vinar síns af hrísgrjónum og öðrum hugkvæmdist að binda saman allar svunturnar hjá þvottakonunni áður en þær fóru í þvottavélina,- en það eru nú reyndar nokkuð saklausir hrekkir.

Það sem mér fannst hins vegar skemmtilegast var að eftir litlu-jólin borðuðu allir saman og fengu kaffi og rjómabombu og síðan var farið yfir leikinn. Hver og einn sagði frá því sem hann fékk og reyndi að giska á hver hafði verið vinur hans og það var verulega skemmtilegt og þegar ljóst var hver var vinurinn féllust þeir grátandi í faðma... - eða þannig...

Þetta var ekki gert þar sem ég vann síðast, en þar voru reyndar heldur fleiri starfsmenn en hér og það því næstum ógerlegt, nema við hefðum frestað jólunum um sirka einn dag eða svo...

Þetta var gaman,- húrra fyrir leynivinavikum!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þráinn Sigvaldason

Hva...hvað með eggið? Fór eggið ekki í skóinn. Hefði líka mátt setja það í húfu. Örugglega mjög skondið 

Þráinn Sigvaldason, 22.12.2007 kl. 10:04

2 Smámynd: Hulda Brynjólfsdóttir

Æ,- ég var ekki alveg viss um að allir hefðu haft húmor fyrir því...   og svo hlýt ég bara að vera alltof góðhjörtuð í mér til að hrekkja aðra,- ég verð eitthvað að reyna að æfa mig.

Hulda Brynjólfsdóttir, 22.12.2007 kl. 11:06

3 Smámynd: Þráinn Sigvaldason

Ég skal taka þig á námskeið

Þráinn Sigvaldason, 22.12.2007 kl. 11:54

4 Smámynd: Ásta Hrönn

Það gleymdist að láta mig vita af matnum svo ég var farin heim  ég veit ekki hver var minn leynivinur... veist þú það? En þetta var ansi skemmtilegt! Bragi var minn vinur og hann var svo sætur að hann hringdi í mig um kvöldið og þakkaði mér í bak og fyrir, fyrir gjafirnar og sagðist bara aldrei hafa átt svona góðan leynivin  það var nú ekki laust við að maður færi bara hjá sér! Hver var þinn vinur??

kveðja, Ásta

Ásta Hrönn , 22.12.2007 kl. 18:26

5 Smámynd: Hulda Brynjólfsdóttir

Takk Þráinn,- mér líst vel á námskeið,- hvenær er fyrsti tíminn???

Já, Ásta,- ég saknaði þín þarna við matinn. Kristín A var leynivinur þinn.  Ég var með Eyrúnu og meistari Sigurjón var vinur minn. Ég var aðeins óheppin þegar ég var að giska, því ég sagði að ég hefði grunað hann eða Kolbrúnu, en þegar mér fóru að berast djúpvitrir málshættir, þá hefði ég útilokað Sigurjón (ætlaði að vera svo rosalega fyndin...) en svo var það þá hann. Málið var að málshættirnir voru klipptir út með föndurskærum og rúllaðir upp með dúlleríi, þannig að ég var alveg viss um að kona hefði gert þetta,- en konan hans hafði náttúrulega hjálpað honum.  

Hulda Brynjólfsdóttir, 22.12.2007 kl. 23:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hulda Brynjólfsdóttir

Höfundur

Hulda Brynjólfsdóttir
Hulda Brynjólfsdóttir

Móðir, kennari og náttúru-unnandi.   

 hulda67@gmail.com

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • P1010079
  • ...di_p1010079
  • Tekið hef ég hvolpa tvo...
  • P1010098
  • P1010070
  • P1010053

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband