Jólakortin

Yfirleitt er ég búin að skrifa öll jólakort í byrjun desember þó ég sendi þau ekki fyrr en nær dregur jólum, en nú hef ég aldrei verið eins seint á ferð með kortin mín. Það síðasta er samt farið í réttar hendur og samviskan góð hvað það varðar.

Ég eyði alltaf dálitlum tíma í þennan viðburð sem tengist jólum. Mér finnst gaman að skrifa jólakort og legg þó nokkra vinnu í þau og mér finnst líka alveg óskaplega gaman að fá jólakort frá öðrum. Mér finnst þetta alltaf staðfesting á því að fólki þyki vænt um mig og hugsi til mín.

Hvað kortin sem ég sendi varðar, þá tek ég einhverja góða ljósmynd, -gjarnan af börnunum mínum sem mér finnst eðlilega vera fallegustu börn sem fædd hafa verið og dreifi á vini, ættingja og góðkunningja, hvort sem þeim líkar betur eða verr. Síðan skrifa ég óskaplega hlýlega jólakveðju og þakka liðið ár. Ég viðurkenni fúslega að ég verð alltaf svolítið væmin þegar kemur að þessum kveðjum, mér þykir mun vænna um vini mína á þessum tíma en á öðrum tímum árs og ég segi þeim það í kortunum. InLove 

Mér finnst líka fátt leiðinlegra en að fá bara "þökkum liðið" undir áprentaða kveðju sem stendur í kortinu hvort eð er,- mér finnst eiginlega ekki taka því að senda svoleiðis kort.

Mér finnst allt í lagi að fá kort sem eru búin til í tölvu ef þau hafa svona hlýlegar kveðjur (hef heyrt að sumum finnist þau ekki eins persónuleg...). Svo eru sumir sem skrifa bréf þar sem fram kemur hvað þeir og afkomendurnir hafa verið að sýsla á árinu sem er að klárast. - Það finnst mér líka mjög skemmtilegt. Svolítið tímafrekt samt ef þau eru mörg,- en kortin les ég við kertaljós þegar ég er búin að vaska upp eftir möndlugrautinn sem borðaður er í hádeginu á aðfangadag á mínu heimili. - Ætli ég verði ekki ein um rjómablandaðan grautinn þessi jólin, því börnin vilja hann ómengaðan með rúsínum og engu öðru, - ekkert rjómasull eða vanilludropa,- oj bara! segja þau þá, kanil útá og ekkert annað takk fyrir kærlega! En ég er bara svo mikill sælkeri að ég hugsa að ég þeyti nú rjómaslettu útá minn skammt. Smile

Ég veit að það er fullt af fólki þarna úti sem ég sendi ekki kveðju á þessum jólum og mig langar að setja inn hérna eina kveðju svona af því að jólin eru eiginlega alveg komin.

Elsku þið sem lesið þetta: Mínar allra bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár. Hafið það sem allra best á nýju ári og njótið lífsins,- það er alltof stutt til að njóta þess ekki Kissing .


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Gleðileg jól mín kæra til þín og þinna. Gaman að finna þig hér í bloggheimum. Þú getur bókað að ég verð daglegur gestur hér

Við erum alsæl hérna sunnan heiða enda ku vera ansi gott að búa í Kópavogi

Brynja Hjaltadóttir, 21.12.2007 kl. 21:55

2 Smámynd: Hulda Brynjólfsdóttir

Já, sumir segja það að það sé gott að búa í Kópavogi. Ég vissi reyndar ekki að þú værir þar,- en ég er sammála þér að það var gaman að rekast á þig.

...en daglegur gestur... æ,- þá held ég að þú verðir fyrir vonbrigðum,- ég er ekki afkastamikil hérna nebbla. Er þó aðeins að skána held ég.

Hulda Brynjólfsdóttir, 21.12.2007 kl. 22:02

3 Smámynd: Hallmundur Kristinsson

Takk fyrir elskulega jólakveðju. Eigðu sjálf gleðileg jól og haf þú og þínir það sem allra best.

Hallmundur Kristinsson, 23.12.2007 kl. 09:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hulda Brynjólfsdóttir

Höfundur

Hulda Brynjólfsdóttir
Hulda Brynjólfsdóttir

Móðir, kennari og náttúru-unnandi.   

 hulda67@gmail.com

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • P1010079
  • ...di_p1010079
  • Tekið hef ég hvolpa tvo...
  • P1010098
  • P1010070
  • P1010053

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband