20.12.2007 | 20:35
jólaþreyta
Ætli það fari ekki svo að ég sofni ofan í möndlugrautinn á aðfangadag eins og sumar aðrar húsmæður ... Alveg er makalaust hvað dagarnir fljúga hjá!!!
Litlu-jólin voru í dag og maður því kominn í jólafrí og ekki alveg vanþörf á ef maður á að koma húsinu í skikk fyrir jólin. Ég er reyndar alvarlega að hugsa um að nýta mér húsráðið sem ég fékk fyrir nokkrum jólum síðan, en það fólst í því að deyfa lýsinguna, kveikja bara á kertum, þá sést ekki húsaskúmið í skotunum og síðan að hella smá Ajax á ofnana og fá þannig hinn rétta hreinlætis-ilm. En þetta bragð strandar reyndar á því að í þessu blessaða húsi eru engir ofnar!!! Og hvað gera bændur þá?
Ég gæti náttúrulega sett smá af piparkökum í bakaraofninn og kveikt á honum! hmmm??? Ojæja. Ég hef einhver ráð. Ég hef aldrei orðið vör við að jólin komi ekki þó eitthvað sé eftir. Bara spurning um hversu miklar kröfurnar eru. Þær eru allavega ekki alltof miklar hjá mér, því annars sæti ég ekki hér og skrifaði þessa vitleysu, heldur væri að þurrka af,- he he he.
Nei, þetta er bara spurning um skipulag og hér með er ég farin til að taka á þessu skipulagi.
Adjö!
Um bloggið
Hulda Brynjólfsdóttir
Tenglar
Áhugaverðar síður
- ABC-Barnahjálpin Hægt að styrkja barn mánaðarlega.
- Heiðmar Heiðmar er ljóðamaður góður og bloggar af snilld.
- Kvennakórinn Ljósbrá Heimasíða kvennakórsins Ljósbrá.
- Kærleiksvefur Júlla Notaleg og hlýleg síða um mörg og misjöfn mannleg málefni.
- Vinnustaðurinn minn Heimasíða skólans sem ég vinn við.
- Húgó sáli Húgó hefur svo margt gáfulegt fram að færa.
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Eru engir ofnar í húsnu? Geturðu bara ekki tekið nokkrar kindur þá og baðað þær upp úr Ajax Jú það er víst ábyggilegt að Jólin koma þó að maður sé ekki búinn að öllu en það er örugglega ekkert gaman að sofna ofaní möndlugrautnum. Ég tala nú ekki um ef mandlan er í disknum þínum!!!
Þráinn Sigvaldason, 21.12.2007 kl. 00:13
Nei, það eru engir ofnar, mér skilst að flest ný hús séu byggð með gólfhitun í dag, en þetta hús er jafngamalt mér og ég verð að segja að ef ég á einhverntímann eftir að byggja mér hús, þá verður það ekki ofnalaust!
Þetta hefur BARA verið vesen í vetur og þó svo að við nágranni minn séum orðin mjög vel "kynt" yfir hitakútnum í kjallaranum, þá mæli ég ekki með þessu, fyrir utan það að vandamálið með hvar maður á að þurrka blauta vettlinga og sokka er óleyst ennþá. Hann stakk reyndar uppá því að dreifa því á gólfið en einhvernveginn hugnast mér ekki sú hugmynd.
Svo er ég alveg hætt að hafa áhyggjur af því að mandlan festist á enninu á mér,- því ég átti ekkert svo mikið eftir þegar til kom,- eiginlega allt klárt, nema einn jóladúkur eða svo... - Þannig að nú er bara "borg óttans" á morgun og skata þar með systur minni næsta dag,- er þá ekki kominn Þollákur?
Allt klárt og jólin mega bara koma.
Hulda Brynjólfsdóttir, 21.12.2007 kl. 20:51
Og því miður hef ég ekki óheftan aðgang að sauðfé þessi jólin,- enda myndi ég hafa þær Ajax-lausar ef svo væri, því það væri náttúrlega jólalegasti ilmurinn,- blessuð hrútalyktin.
Jólin eru jú hátíð hrútanna eins og allir vita.
Hulda Brynjólfsdóttir, 21.12.2007 kl. 20:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.