Skógarhögg og fleira

Dagurinn í dag er búinn að vera dásamlegur Kissing .

Ég byrjaði á því að fara með börnin uppað Snæfoksstöðum í Grímsnesi og þar fengum við að labba útí skóg og höggva okkur (saga) jólatré. Við völdum glæsilega, en trúlega fullstóra, stafafuru, sem sonurinn sagaði niður eftir miklum kúnstarinnar reglum sem hann setti sjálfur. Kallaði svo "TIMBUR" þegar það datt á hliðina með stíl.Grin - Tréð var síðan dregið uppað skemmu þar sem því var pakkað, greitt fyrir og bundið á toppinn á skodanum með snærisspotta sem skógarvörðurinn fann fyrir mig. Í boði var kaffisopi, svali og piparkökur til að fullkomna þessa heimsókn.

Yngsti meðlimurinn var ekki tilbúin til að fara úr skóginum og ég held að tíkin hafi líka viljað vera lengur, en við vorum búin að fá okkur smá göngu um skóginn aukalega svo nú varð að halda heim á leið.

Þetta er í fyrsta skipti sem Skógræktarfélag Árnesinga er með svona í boði og þeir verða að fá stórt HRÓS fyrir framtakið.

Við urðum að stoppa nokkrum sinnum á heimleiðinni til að festa tréð betur og í eitt skipti keyrði bíll framhjá, stoppaði hjá mér, út steig maður og bauð mér aðstoð,- og meiri spotta. Wink Segið svo að fók sé hætt að bjóða aðstoð.

Þegar heim kom var tréð tekið af toppnum og sett í skjól, svo það fjúki nú ekki í næsta illviðri (sem er reyndar brostið á...) og svo var haldið áfram að skemmta sér.

Við fórum á tónleika sem haldnir voru í helli hér uppvið Skarðsfjall. Sönghópurinn Góðir Grannar sem telur fjóra karla og fjórar konur sungu þar bæði skemmtileg og hátíðleg jólalög og það eitt og sér var alveg snilld. En staðurinn fullkomnaði verkið,- Þvílíkur hellir!!!

Hann var bæði stór og langur,- hátt til lofts og hleðslur á nokkrum stöðum. Bara algjörlega geggjaður og hæfði sögunum af Grýlu og jólasveinunum, huldufólki og álfum alveg fullkomlega. Maður gat alveg skilið hvernig þessar sögur urðu til í gamla daga þegar fólk bjó í dimmum torfhúsum.

Verði einhverntímann eitthvað haldið þarna aftur sem ég heyri af,- þá fer ég!

Til að toppa daginn var mér svo boðið í pressu-kaffi hjá kunningjafólki mínu þarna á næsta bæ með nýbökuðum smákökum.

= Fullkominn dagur! Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þráinn Sigvaldason

Já það má segja það...þetta hefur verið flottur dagur. Passaðu samt jólatréð...settu á það keðjur svo það fjúki ekki

Þráinn Sigvaldason, 17.12.2007 kl. 15:18

2 Smámynd: Hulda Brynjólfsdóttir

he he... sonurinn tróð því af mikilli samvisku undir runna,- vonandi dugar það

Hulda Brynjólfsdóttir, 17.12.2007 kl. 18:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hulda Brynjólfsdóttir

Höfundur

Hulda Brynjólfsdóttir
Hulda Brynjólfsdóttir

Móðir, kennari og náttúru-unnandi.   

 hulda67@gmail.com

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • P1010079
  • ...di_p1010079
  • Tekið hef ég hvolpa tvo...
  • P1010098
  • P1010070
  • P1010053

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband