Um veðrið

Umræður um veðrið hafa alltaf verið vinsælastar þegar tveir eða fleiri Íslendingar koma saman. Ég er ein af þeim sem spái mikið í veður. Mér finnst mjög sjaldan vont veður, en þegar það er gott (að annarra mati...) þá finnst mér það alveg himneskt. Mér finnst t.d. ekkert vont að láta rigna soldið hressilega,- enda alin upp við það að þurfa jafnvel að sækja kýr eða fara á hestbak að smala kindum í lemjandi slagviðri eða slyddu. Man þegar ég var 11 ára og fékk að fara í sundbol út að leika mér í svona "sunnlenskri rigningu" (þá rignir á hlið) - Ég man enn hvað það var gaman!!!

Reyndar finnst mér rok og frostt (þurrakuldi) í marga daga á vorin frekar mikið leiðinlegt veður. FootinMouth

Ég var svo heppin að vera að keyra heim milli 11 og 12 í gærkvöldi. Var stödd rétt hjá Heklu þegar ég lagði af stað,- en það er auka-atriði. Hérna rétt fyrir ofan er mjög skemmtileg hæð þar sem ég sé ljósin frá öllum þéttbýliskjörnum á Suðurlandi; Selfossi, Eyrarbakka, Stokkseyri, Þorlákshöfn, Þykkvabæ, Hellu, Hvolsvelli og Vestmannaeyjum. Æ,- fyrirgefiði, ekki Vík né Hveragerði.

Þarna í gærkvöldi varð ég bara að stoppa, því fyrir utan allar þessar jólaseríur fyrir framan mig, þá var stórkostlegasta ljósasýningin á himninum. Algjörlega stjörnubjart! VÁ! - engin norðurljós að vísu og eitthvað smáský fyrir þessu litla tungli sem er að vaxa þessa dagana, en samt...

Og núna er svona himneskt veður- algjörlega milt, logn og skýjað.

Farið út, þið verðið að smakka!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hulda Brynjólfsdóttir

Höfundur

Hulda Brynjólfsdóttir
Hulda Brynjólfsdóttir

Móðir, kennari og náttúru-unnandi.   

 hulda67@gmail.com

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • P1010079
  • ...di_p1010079
  • Tekið hef ég hvolpa tvo...
  • P1010098
  • P1010070
  • P1010053

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband