Leynivinir

Við erum semsagt með leynivinaviku á mínum vinnustað þessa vikuna. Þetta er held ég orðið algengt eða nauðsyn á hverjum vinnustað,- kannski til að rífa upp móralinn og kristilegt hugarfar fyrir jólin.

Ég hef tekið þátt í svona vikum undanfarin ár og hef mjög gaman af þeim,- alltaf svo gaman að gefa og gleðja.

Nú er ég á nýjum vinnustað og þar hefur það tíðkast að hrekkja náungann í bland við að gleðja hann. Ekki illa samt, bara góðlátleg stríðni. Einu sinni var bókasafnið skreytt með klósettpappír, einn auglýsti sófasett vinar síns til sölu og setti símanúmer hans í hérðasblöðin, einhver setti gúmmíhanska uppá púströrið hjá sínum vini og fleira slíkt. Ég verð að viðurkenna að þó ég sé pínulítið stríðin í eðlinu, þá er ég alveg steingeld þegar kemur að þessum hluta vinskaparins.

Mér finnst það heldur ekki vera góð vinátta að hálf taka mann á taugum með einhverjum sprengingum þegar maður setur bílinn í gang. Þannig að ég held mig við að gefa og gleðja og vona að vinur minn verði ekki sár yfir að vera ekkert strítt þessi jólin. Angry 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þráinn Sigvaldason

Ég man hérna í gamla daga þá var einhver óprúttinn aðili sem setti frauð í pústið á bílnum mínum (Datsun ZJX Rabbit árg 1976). Þegar ég var svo að keyra heim í hádegismat (á Hvolsvelli) kom þessi ekki litli hvellur. Ég snarstoppaði og stökk út úr bílnum og var litið á leikvöllinn fyrir utan skólann en þá lágu allir þar í jörðinni og héldu fyrir eyrun...Hljóðkúturinn var í tætlum undir bílnum sem varð til þess að fólk vissi alltaf hvar ég var

Þráinn Sigvaldason, 14.12.2007 kl. 12:45

2 Smámynd: Hulda Brynjólfsdóttir

Ohh það eru svo notalegar svona hljóðkútsdrunur.

Ég ætla samt ekki að reyna þetta,- en þú mátt alveg koma með einhver önnur ráð.

Hulda Brynjólfsdóttir, 14.12.2007 kl. 14:00

3 Smámynd: Þráinn Sigvaldason

Eitthvað saklaust eins og að setja egg í skóna hans

Þráinn Sigvaldason, 14.12.2007 kl. 15:22

4 identicon

Talandi um ,,vina" gjafir. Fyrir tveimur árum fékk ég fyrst tvo gullfiska og síðan næsta dag fékk ég tvo hamstra. Hvorki fiskarnir né hamstrarnir lifðu lengi hjá mér.

Gísli B. Gunnars. (IP-tala skráð) 15.12.2007 kl. 11:32

5 Smámynd: Hulda Brynjólfsdóttir

Egg, já. Það er svo dásamlegt að þrífa þau  .

Blessaður Gísli,- ég man eftir þessum gjöfum hjá þér  .

Hulda Brynjólfsdóttir, 16.12.2007 kl. 09:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hulda Brynjólfsdóttir

Höfundur

Hulda Brynjólfsdóttir
Hulda Brynjólfsdóttir

Móðir, kennari og náttúru-unnandi.   

 hulda67@gmail.com

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • P1010079
  • ...di_p1010079
  • Tekið hef ég hvolpa tvo...
  • P1010098
  • P1010070
  • P1010053

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 26041

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband