Jákvætt hugarfar

Þegar ég les blogg frá öðrum, þá finnst mér stundum eins og það að vera bloggari snúist um að agnúast út í þjóðfélagið og hafa neikvæðar skoðanir á því sem gengur og gerist. Stundum verður maður hálf þunglyndur að lesa sum blogg og finnst fólk almennt vera pirrað út í samfélagið. Þetta á þó alls ekki við um alla bloggara,- síður en svo.

Ég ætla mér að vera svona jákvæður bloggari, sem bendi á það sem vel er gert Happy.

... en fyrst...

Alveg get ég orðið svakalega pirruð yfir þessu blessaða fólki sem hefur ánetjast sígarettum og öðrum rjúkandi illa lyktandi stautum sem það setur upp í sig. Ég veit að þetta er ávani sem er erfitt og stundum illmögulegt að venja sig af og að þessum vesalingum hefur verið úthýst nánast alls staðar. En ég ÞOLI ekki að þurfa að labba í gegnum stækjuna frá þeim í svo til hvert skipti sem ég fer inn í búð!!!

Það er nefnilega bannað að reykja í búðum, en ekki fyrir utan þær og þar stillir fólk sér upp,- helst í hurðargatið og blæs í allar áttir. Það er jafngott að maður hefur stór lungu og getur dregið andann djúpt áður en maður leggur í 'ann og nær andanum aftur þegar maður er kominn vel inní grænmetiskælinn!

 ...og svona í leiðinni...

Fór í Kringluna í dag,- sem ég geri MJÖG sjaldan og ég varð hálf þunglynd að horfa inní búðirnar,- Það er ALLT svart!!! Öll föt, jólaskrautið,- bara allt (fannst mér allavega)

- Kannski var það bara af því að ég var nýbúin að labba í gegnum svona reykingahóp!?! Crying

Ef ekki, þá er ástandið slæmt, því ég minnist tvisvar á þunglyndi í þessum pistli,- það er jafngott að ég fari að standa við það sem ég ætla mér. Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallmundur Kristinsson

Já, SÆL, mér líst vel á jákvæða bloggara - eigum við að ræða það eitthvað?? 

Hallmundur Kristinsson, 12.12.2007 kl. 21:14

2 Smámynd: Ásta Hrönn

Haha já, jákvæðir bloggarar!!  held ég geti víst seint talist til þeirra  ég skal reyna betur... Hvernig gengur með leynivininn??

Ásta Hrönn , 12.12.2007 kl. 21:24

3 Smámynd: Þráinn Sigvaldason

Já ég er þér hjartanlega sammála með þetta reykingarfólk. Þetta er ógeðslegt að koma út úr búðum...já eða frá flugvellinum...jakk

Þráinn Sigvaldason, 13.12.2007 kl. 15:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hulda Brynjólfsdóttir

Höfundur

Hulda Brynjólfsdóttir
Hulda Brynjólfsdóttir

Móðir, kennari og náttúru-unnandi.   

 hulda67@gmail.com

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • P1010079
  • ...di_p1010079
  • Tekið hef ég hvolpa tvo...
  • P1010098
  • P1010070
  • P1010053

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband