9.12.2007 | 12:25
Aðventan
Núna er aðventan hálfnuð,- eða hvað? Eru ekki komnir tveir sunnudagar! Er hún þá hálfnuð núna eða næsta laugardag? Sennilega næsta laugardag, því þá eru komnar tvær vikur og samkvæmt íslensku dagatali, þá byrjaði Guð á að hvíla sig áður en hann skapaði heiminn sem er reyndar gott, því allar góðar framkvæmdir þurfa að byggja á góðu skipulagi. Lögðust líka ekki Þorgeir og þeir undir feld hérna forðum áður en þeir ákváðu hvort við ættum að verða kristin?
Annars finnst mér aðventan eiga að tilheyra jólunum og þeim boðskap sem hátíðinni fylgir. Við eigum að njóta aðventunnar með fjölskyldu og vinum í afslöppun og ánægjulegum verkefnum. Hér áður hömuðust húsmæður við tiltektir og bakstur langt fram á nótt og voru svo uppgefnar þegar jólin gengu í garð að þær sofnuðu ofan í möndlugrautinn. (Ekkert mikið ýkt... )
Þetta hefur sem betur fer breyst og fólk bakar ekki 30 sortir af smákökum lengur,- ekki svona almennt, kannski einhverjar samt. Ég er í mjög góðu samstarfi við kexverksmiðjuna Frón og Göteborgs pepparkakor. Ætla samt að baka með börnunum á morgun eftir skóla, hitt er bara svona upphitun, því börnunum mínum finnast mínar piparkökur betri en þessar sænsku.
Mér finnst samt líka stundum svolítið kaldhæðnislegt að á aðventunni er fólk svo óskaplega upptekið við að skapa notalegar stundir hreint út um allt, að það er orðið hundstressað yfir að komast á þetta alltsaman. - Þetta þekkja foreldrar kannski best, því það eru jólakvöld og aðventuhátíðir í skólanum, leikskólanum, íþróttadeildinni, skátunum og í vinnunni og stundum rekst þetta hvað á annað. Þá fer einhvernveginn afslöppunin sem á að fylgja þessu af og sjarminn verður enginn. Foreldrar þurfa að fara á sitthvorn staðinn með sitthvoru barninu og ef þau skyldu nú eiga fleiri en tvö börn, þá þarf að fá afa og ömmu til hjálpar. - Þetta er heldur ekkert mikið ýkt.
Gleðilega aðventu
Um bloggið
Hulda Brynjólfsdóttir
Tenglar
Áhugaverðar síður
- ABC-Barnahjálpin Hægt að styrkja barn mánaðarlega.
- Heiðmar Heiðmar er ljóðamaður góður og bloggar af snilld.
- Kvennakórinn Ljósbrá Heimasíða kvennakórsins Ljósbrá.
- Kærleiksvefur Júlla Notaleg og hlýleg síða um mörg og misjöfn mannleg málefni.
- Vinnustaðurinn minn Heimasíða skólans sem ég vinn við.
- Húgó sáli Húgó hefur svo margt gáfulegt fram að færa.
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ hæ :) Alltaf finnur maður eitthvað skemmtilegt í bloggheimum Alveg er ég sammála þér með aðventuna... Fólk á bara að hætta þessum rembingi og slappa af. Þannig koma kósýheitin Svo er það þetta með íþróttirnar (afþví að ég var bara að finna bloggið þitt núna og þarf að kommenta á margar færslur hehe) Þú spilar nú blak er það ekki???
kv,
Ásta Hrönn , 10.12.2007 kl. 09:04
Hæ sjálf. Nei, ég var nú að reyna að fara huldu höfði hérna... Finnst ég svo agalega slakur bloggari.
Blak? Jú, ég er að spila blak,- en það er eins með það og bloggið,- not my strongest side... En ég er ógissla góð í sudoku. - þannig að það er mitt sport!!!
Svo var ég líka að komast að því að ég get sungið,- er það ekki líka íþrótt???
Hulda Brynjólfsdóttir, 10.12.2007 kl. 09:40
Ég veit ekki alveg hvort þetta með að sofna í möndlugrautinn hafi svo mikið breyst. Jú kannski hefur kökubakstur farið minnkandi en ég held að það sé ekki hvíld sem hafi tekið við. Í staðinn vinnur fólk náttanna á milli í gróðavon og hleypur í stressi og látum um verslanir til að finna jólagjafir. Afraksturinn er síðan sá sami og áður....góð hvíld í möndlugrautnum.
Þráinn Sigvaldason, 10.12.2007 kl. 12:44
Ég hefði nú kannski ekki vísað á bloggið þitt í færslunni minni á föstudaginn , hefði ég vitað að þú ætlaðir að reyna að fara Huldu höfði !! !!
Hallmundur Kristinsson, 10.12.2007 kl. 20:49
Kannski er þetta heldur ekki vettvangurinn til að reyna að vera með einhverja leynd???
Hulda Brynjólfsdóttir, 11.12.2007 kl. 16:19
Nei, ekki held ég að það sé nú að minnsta kosti almenn stefna bloggara !!
Hallmundur Kristinsson, 11.12.2007 kl. 21:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.