Árinni kennir illur ræðari.

Ég mun aldrei reyna að halda því fram að ég sé svona "húsmóðir" í bókstaflegri merkingu þess orðs. Frekar misheppnuð þar ef ég segi sjálf frá og held að það hafi gleymst að setja þau gen í hræruna þarna forðum...Crying En ég hef samt alltaf komist þokkalega frá því að baka kökur.

Þegar ég átti síðan að baka fyrir kökubasar um síðustu helgi (alltaf soldið illa við svona kökubasara...), þá hugsaði ég mér gott til glóðarinnar og ákvað að baka marengs, sem mér finnst yfirleitt frekar einfalt verk.

Þegar ég hafði hrært í 6 botna og setið yfir þeim (og prjónað - alltaf svo myndarleg... ) á meðan þeir þornuðu í ofninum,- því marengs á maður ekki að baka heldur þurrka, þá sá ég að ofninn var náttúrulega gjörsamlega misheppnaður, vanstilltur, eða bara ónýtur, því aðeins 2 af þessum botnum voru þokkalegir, hinir voru ónýtir. Brenndir, klesstir og frámunalega ljótir.

Ég tók mér hlé og reyndi aftur daginn eftir við nýja tvo botna. - Nei. Það er bara ekkert hægt að ráða við þennan ofn. Þannig að geðvond og úrill, búin að lesa yfir krökkunum og fleira skemmtilegt, þá ákvað ég að hræra í eina pítsu, en það er líka yfirleitt eitthvað sem ég á mjög auðvelt með að gera skammlaust.

Og þá komst ég að því,

- þetta var ekki ofninn,

- Heldur hrærivélin. Halo


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallmundur Kristinsson

Það er sjálfsagt bölvað basl 
að baka ef velflest tólin 
eru eintómt djöfuls drasl   
dagana fyrir jólin! 

Þú afsakar orðbragðið, þetta er náttúrulega rímsins vegna....... 

Hallmundur Kristinsson, 5.12.2007 kl. 19:58

2 Smámynd: Hulda Brynjólfsdóttir

Bara snilld.

Hulda Brynjólfsdóttir, 6.12.2007 kl. 11:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hulda Brynjólfsdóttir

Höfundur

Hulda Brynjólfsdóttir
Hulda Brynjólfsdóttir

Móðir, kennari og náttúru-unnandi.   

 hulda67@gmail.com

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • P1010079
  • ...di_p1010079
  • Tekið hef ég hvolpa tvo...
  • P1010098
  • P1010070
  • P1010053

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband