íþróttir

Mikið er maður ánægður með að börnin manns skuli stunda íþróttir. Þessir krakkar eru að vaxa mér yfir höfuð og eru svo öflug og hraust að það er dásamlegt að fylgjast með þeim. Full af orku og heilbrigðri skynsemi,- kannski ekki allt úr íþróttunum...

En þó maður vilji gjarnan styðja þau og geri það, þá getur verið ansi þreytandi að eyða helgi eftir helgi á hliðarlínunni á handboltavelli þar sem ekki  er gert ráð fyrir því að neinn standi og fylgist með. Eftir 4 klukkustunda stöðu með tveggja ára iðandi orm á handleggnum er maður líka orðinn ansi fúinn til fótanna. Ég verð samt að segja að ég var mjög ánægð með þá ákvörðun að standa þarna og styðja soninn ásamt tveimur öðrum foreldrum (í hans liði) í gær. Þó ég skilji fullkomlega að allir hinir foreldrarnir ákveði að standa ekki þarna og hvetja, þá virkilega þurfa þeir á því að halda strákarnir. Þeir eru nú bara 11 ára!

Og það verður með ánægju sem ég fer og horfi á dóttur mína stökkva á trampólíni á morgun í fimleikakeppninni sem hún er að taka þátt í. Verst að ég missti af frumraun sonarins á borðtennismóti í morgunCrying.

En ég held að íþróttir séu góður undirbúningur fyrir lífið,- enda margsannað að þær komi að einhverju leyti í veg fyrir að fólk misstígi sig síðar meir,- þá meina ég ekki bókstaflega.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Herdís

 Ég er einn þeirra sem hef efasemdir um að íþróttir hafi mikið að segja um að börn mistigi sig síður síðar meir.  Mín meining er að íþróttir höfði hreint ekki til allra.

kv.

 Lói

Eyjólfur (IP-tala skráð) 1.12.2007 kl. 00:54

2 Smámynd: Hulda Brynjólfsdóttir

Sæll frændi.

Nú ruglaðirðu okkur systrum saman  og það er í góðu lagi, við erum svo nánar.

Ég er alveg sammála þér að íþróttir höfði ekki til allra, en til þeirra sem það gerir, þá er þetta afþreying og félagsskapur sem oft kemur í veg fyrir að börn afvegaleiðist. Að sjálfsögðu ekki öll börn en mörg.

Svo er það orðið "íþróttir". Í mínum huga er svo margt sem flokkast undir það að stunda íþróttir sem kallar ekki á bolta. En miðað við það sem sjónvarpið sýnir í íþróttaþáttum, þá virðast mjög margir álíta að íþróttir séu ekki íþróttir nema þar sé einhversstaðar bolti með í för. Göngur, hestamennska, bridds... nefndu það, þetta eru allt íþróttir.

Vinsælasta íþróttin hjá mér undanfarin misseri eru sudoku-þrautirnar  

Hulda Brynjólfsdóttir, 2.12.2007 kl. 10:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hulda Brynjólfsdóttir

Höfundur

Hulda Brynjólfsdóttir
Hulda Brynjólfsdóttir

Móðir, kennari og náttúru-unnandi.   

 hulda67@gmail.com

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • P1010079
  • ...di_p1010079
  • Tekið hef ég hvolpa tvo...
  • P1010098
  • P1010070
  • P1010053

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband