Vinnukaflinn...

Lifum lífinu hægar; kaflinn um vinnu... Smile 

Við eigum ekki að vinna hægar,- heldur minna. = SNILLD!

Þetta er í raun og veru algjörlega rökrétt. Við vinnum oft betur undir álagi og þegar mikið er að gera hjá okkur. En viðvarandi álag gengur á andlegt og líkamlegt þrek sem veldur því að vinnuframlag okkar verður lakara. Við erum slöpp og þreytt og leggjum okkur ekki fram af fullum krafti. Ef við vinnum minna,- vinnum við meira. Það er að segja við vinnum á meðan við erum í vinnunni.

Einhver rannsókn var gerð einhverntímann,- sem ég las brot úr síðastliðið haust,- hvar fram kom að ákveðinn tími vinnandi fólks (Íslendinga) fari í einkamál þeirra á vinnutíma. Kíkja í tölvupóstinn, hringja og redda einhverju t.d. læknistíma,- skreppa í bankann og svo framvegis. Vinnuveitendur gera ráð fyrir þessu og þetta er ekki litið hornauga nema kannski á afgreiðslukassa í Bónus Angry. Við yrðum sennilega ekki hrifin ef kassadrengurinn (daman) væri að panta viðtal hjá lækni á meðan hann týndi vörurnar okkar í gegnum "píparann".

En er það ekki mjög trúleg staðreynd að ef við ynnum minna,- þá meina ég styttri vinnudag, þá myndum við leggja okkur meira fram í vinnunni og njóta þess síðan að vera í fríi á meðan við erum í fríi? - Nei, ekki alveg, því við kunnum ekki að vera í fríi. Við tökum vinnuna með okkur heim, vinnum í tölvunni á kvöldin í gegnum netið og svo framvegis.

 Þannig að við verðum víst fyrst að læra að slappa af áður en við förum að vinna minna.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hulda Brynjólfsdóttir

Höfundur

Hulda Brynjólfsdóttir
Hulda Brynjólfsdóttir

Móðir, kennari og náttúru-unnandi.   

 hulda67@gmail.com

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • P1010079
  • ...di_p1010079
  • Tekið hef ég hvolpa tvo...
  • P1010098
  • P1010070
  • P1010053

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband