17.11.2007 | 11:50
Vinnukaflinn...
Lifum lífinu hægar; kaflinn um vinnu...
Við eigum ekki að vinna hægar,- heldur minna. = SNILLD!
Þetta er í raun og veru algjörlega rökrétt. Við vinnum oft betur undir álagi og þegar mikið er að gera hjá okkur. En viðvarandi álag gengur á andlegt og líkamlegt þrek sem veldur því að vinnuframlag okkar verður lakara. Við erum slöpp og þreytt og leggjum okkur ekki fram af fullum krafti. Ef við vinnum minna,- vinnum við meira. Það er að segja við vinnum á meðan við erum í vinnunni.
Einhver rannsókn var gerð einhverntímann,- sem ég las brot úr síðastliðið haust,- hvar fram kom að ákveðinn tími vinnandi fólks (Íslendinga) fari í einkamál þeirra á vinnutíma. Kíkja í tölvupóstinn, hringja og redda einhverju t.d. læknistíma,- skreppa í bankann og svo framvegis. Vinnuveitendur gera ráð fyrir þessu og þetta er ekki litið hornauga nema kannski á afgreiðslukassa í Bónus . Við yrðum sennilega ekki hrifin ef kassadrengurinn (daman) væri að panta viðtal hjá lækni á meðan hann týndi vörurnar okkar í gegnum "píparann".
En er það ekki mjög trúleg staðreynd að ef við ynnum minna,- þá meina ég styttri vinnudag, þá myndum við leggja okkur meira fram í vinnunni og njóta þess síðan að vera í fríi á meðan við erum í fríi? - Nei, ekki alveg, því við kunnum ekki að vera í fríi. Við tökum vinnuna með okkur heim, vinnum í tölvunni á kvöldin í gegnum netið og svo framvegis.
Þannig að við verðum víst fyrst að læra að slappa af áður en við förum að vinna minna.
Um bloggið
Hulda Brynjólfsdóttir
Tenglar
Áhugaverðar síður
- ABC-Barnahjálpin Hægt að styrkja barn mánaðarlega.
- Heiðmar Heiðmar er ljóðamaður góður og bloggar af snilld.
- Kvennakórinn Ljósbrá Heimasíða kvennakórsins Ljósbrá.
- Kærleiksvefur Júlla Notaleg og hlýleg síða um mörg og misjöfn mannleg málefni.
- Vinnustaðurinn minn Heimasíða skólans sem ég vinn við.
- Húgó sáli Húgó hefur svo margt gáfulegt fram að færa.
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.