16.11.2007 | 22:41
Það eru forréttindi að eiga hund
Ég á hundtík eina sem heitir Píla. Þarna er hún með mér í göngu í sumar.
Það eru veruleg forréttindi að eiga svona dýr. Nú er ég nýkomin úr smá göngu með hana og það varð til þess að ég tók eftir því dásamlega veðri sem er úti akkúrat núna. Þvílík blíða!!!
Það er svo oft sem veðrið svona seint á kvöldin er alveg himneskt, en það fer yfirleitt framhjá manni af því að maður er fastur yfir einhverju sem maður heldur að sé merkilegt,- t.d. sjónvarpinu, sem maður heldur og vonar að bjóði uppá eitthvað sem er á horfandi, en er oftast innihaldslítið. Nei, þá er nú betra að klæða sig í úlpu og fá sér hressingargöngu með hundspottið.
Að göngu lokinni er síðan snilld að kíkja í bók.
Ég er alveg til í að mæla með þessari sem ég er að lesa núna; Lifum lífinu hægar. Þar erum við hvött til að hægja á okkur og njóta lífsins og galdurinn felst í því að njóta. Borða hægt og njóta matarins,- gefa sér tíma til að njóta ásta, - vinna ... - ég er að lesa þann kafla núna,- læt ykkur vita hvað sagt er um það,- eitthvað um að njóta frítímans aðallega sýnist mér .
Það er komið helgarfrí,- njótum þess.
Um bloggið
Hulda Brynjólfsdóttir
Tenglar
Áhugaverðar síður
- ABC-Barnahjálpin Hægt að styrkja barn mánaðarlega.
- Heiðmar Heiðmar er ljóðamaður góður og bloggar af snilld.
- Kvennakórinn Ljósbrá Heimasíða kvennakórsins Ljósbrá.
- Kærleiksvefur Júlla Notaleg og hlýleg síða um mörg og misjöfn mannleg málefni.
- Vinnustaðurinn minn Heimasíða skólans sem ég vinn við.
- Húgó sáli Húgó hefur svo margt gáfulegt fram að færa.
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.