28.10.2007 | 15:13
Hraðinn
Þessi bók: "Lifum lífinu hægar" eftir einhvern kall... er alveg dúndur. Samt veltir maður fyrir sér hvort það sé ekki bara fólk sem gerir sér grein fyrir þessum hlutum sem tekur svona bækur á bókasöfnum.
Nú virðist vera að ég hafi gert mér grein fyrir þeim mikla sannleik að maður eigi að taka lífinu með ró og gefa sér tíma til að njóta þess sem það hefur að bjóða. - Tel mig reyndar hafa vitað þetta lengi, en... ég sem sagt tók þessa bók á bókasafninu og er byrjuð að lesa. Samt veit ég þetta, ég er bara að dýpka skilning minn á þessu og fá öflugri staðfestingu á því að ég hafi rétt fyrir mér. Er því þá ekki eins farið með fleira fólk,- að þeir sem vita þetta og þurfa síður á því að halda að fræðast um það, þeir lesa fróðleikinn? Hinir sem lifa á botni og gefa sér ekki tíma til að njóta, þeir gefa sér heldur ekki tíma til að lesa þetta? Am I right?
En...
... bókin byrjar á því að telja upp alla velmegunarsjúkdóma samtímans, sem leiðir til þess að fólk bugast á einn eða annan hátt. Vöðvabólga, bakverkir etc. (ég hef sko töluvert af þeim...)
En hvar byrjum við?
"Drífðu þig!" "Haltu áfram!" "Ekki slóra!" Eru þetta ekki setningar sem við notum við börnin okkar á hverjum degi?
Hvað erum við að innprenta þeim? Að maður fái ekkert nema halda vel áfram,- eða hvað.
Einn nemandi minn sagði við mig um daginn (í 7.bekk). "Alveg magnað með þessa kennara, þeir eru alltaf að reka á eftir manni, maður á alltaf að drífa sig að þessu og hinu og klára þetta og hitt. Maður fær aldrei almennilegan tíma til að vinna verkefnin!" (Fékk þessa lesningu þegar við vorum í útikennslu og ég kallaði á þá að koma til mín ,- þá langaði hins vegar að vera lengur á milli trjánna)
Ég veit að kennarar kannast samt við þetta, því við erum alltaf að reka á eftir. Ef einhver er lengi að vinna og nær ekki að klára verkefnin á sama tíma og hinir, þá er reynt að ýta á eftir honum.
Í búðinni verður að drífa sig áfram í röðinni, svo sá næsti þurfi ekki að bíða lengi. Ef verð vantar á vöru eða einhver vandamál koma upp á hjá kúnnanum á undan, þannig að röðin þarf að bíða, þá lítur viðkomandi afsakandi á mann og segir: "þetta tekur vonandi fljótt af!"
Er einhver þarna úti sem hefur ekki verið flautað á ef hann gleymir sér þegar græna ljósið kemur í umferðinni?
Þannig að pressan er alls staðar. Það á að halda áfram, keyra, keyra...
Í bókinni eru tölvurnar teknar fyrir, hraðinn á að markaðsetja ný tölvuforrit og tölvur er svo mikill að það gefst ekki tími til að fullprófa forritið. Síðan er að koma aftur og aftur upp villur eða eitthvað sem veldur því að tölvan "krassar" eða hvað þetta er kallað. Það kostar fyrirtækin milljarða (ekki að það sjái högg á vatni...) sem hægt væri að forðast með því að gefa þeim meiri tíma til að vera prófuð, en nei, það má ekki því þá verður keppinauturinn á undan.
Það má ekki missa af neinu.
Gott fólk - Hægjum á okkur!
Njótum lífsins! = boðskapur dagsins í dag.
Um bloggið
Hulda Brynjólfsdóttir
Tenglar
Áhugaverðar síður
- ABC-Barnahjálpin Hægt að styrkja barn mánaðarlega.
- Heiðmar Heiðmar er ljóðamaður góður og bloggar af snilld.
- Kvennakórinn Ljósbrá Heimasíða kvennakórsins Ljósbrá.
- Kærleiksvefur Júlla Notaleg og hlýleg síða um mörg og misjöfn mannleg málefni.
- Vinnustaðurinn minn Heimasíða skólans sem ég vinn við.
- Húgó sáli Húgó hefur svo margt gáfulegt fram að færa.
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.