Að þora...

Fyrst maður er nú farinn að tjá sig um hvernig eigi að lifa í núinu...

Fyrir nokkuð mörgum árum síðan tók ég þá ákvörðun að alltaf öðru hvoru myndi ég stíga einu skrefi lengra en ég þyrði.

Málið var að ég var frekar feimin og átti erfitt með að tala og segja frá fyrir framan aðra. Svo þurfti ég að standa upp og flytja smá mál og ég skalf, nötraði, svitnaði og var eldrauð á meðan sú framkvæmd fór fram. - En það hafðist.

Ég ákvað því að næst skyldi ég fara ótilneydd. Þetta gekk lengi brösulega og ég þurfti oft að hafa flest allt skrifað,- líka hvenær ég ætlaði að anda. Blush En svo smátt og smátt komst ég yfir þennann kvíða og þessa feimni og ég hef staðið fyrir framan fullt af fólki og meira að segja fengið það til að hlægja að aulabröndurum. Shocking Svo las ég þessa setningu einhversstaðar; að maður næði meiri þroska með því að stíga öðru hvoru skrefi lengra en maður þyrði og þá sá ég að í þessu tilfelli gerði ég það.

Síðan hef ég gert þetta markvisst öðru hvoru.

Núna til dæmis er ég byrjuð að syngja í kór. Whistling =Kvennakórnum Ljósbrá sem syngur fagurlega í Rangárþingi og víðar ef óskað er eftir. Mér var reyndar talin trú um það sem barni að ég hefði ekki söngrödd og ætti að láta það eiga sig að syngja mikið svo aðrir heyrðu, en nú er svo komið að ég er hætt að trúa þessu og byrjuð að syngja og ætla meira að segja að syngja með þessum blessaða kór á laugardaginn á Hvolsvelli. Og ég veit að ég á eftir að standa mig ge'gt vel.

 Þetta er allavega alveg rosalega gaman og vel þess virði að hafa ákveðið að vera með, þó ég hafi eiginlega ekki þorað því.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hulda Brynjólfsdóttir

Höfundur

Hulda Brynjólfsdóttir
Hulda Brynjólfsdóttir

Móðir, kennari og náttúru-unnandi.   

 hulda67@gmail.com

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • P1010079
  • ...di_p1010079
  • Tekið hef ég hvolpa tvo...
  • P1010098
  • P1010070
  • P1010053

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband