Að lifa lífinu hægar

Var á bókasafninu í gær að leita að bók um eldfjöll og þá stökk útúr hillunni (fannst mér) bók sem heitir þessu ágæta nafni. Hún fjallar um blaðamann sem finnur hversu miklu meiri lífsfylling fæst út úr því að taka lífinu með ró, heldur en að vera alltaf að flýta sér.

Ég man þegar ég fyrir nokkrum árum var að vinna hálfan daginn. Þá voru eldri börnin mín ung (vel á minnst, dóttir mín er 10 ára í dag Wizard). ó mæ god hvað þau stækka hratt.

Þá var ég semsagt í svona asakasti. Ég kláraði vinnudaginn, sótti þau á leikskólann og var alltaf að flýta mér; dreif mig í búðina á leiðinni heim, þau áttu sko að bíða í bílnum, því það tæki alltof langan tíma að taka þau með inn og svo var keyrt heim eins hratt og hægt var og öllum sem voru fyrir var sagt til syndanna, því þeir töfðu mig og voru fyrir mér,- ég var að flýta mér....

...Svo þegar ég kom heim, gaf ég þeim að borða og svo var ....... ekkert. Það var svosem ekkert sem ég var að flýta mér til að fara að gera. Þau lögðu sig jafnvel eftir matinn, stundum fórum við á róló eða eitthvað annað. En sem betur fer áttaði ég mig á öðrum vetri (minnir mig) á því hvað ég var að gera. Við breyttum til og fórum að flýta okkur hægt. Við stoppuðum jafnvel í bakaríinu á leiðinni heim og fengum okkur brauð og kókómjólk þar. Ég gaf endalausa sénsa í umferðinni, keyrði rólega og stoppaði fyrir ÖLLUM gangandi vegfarendum. Spjallaði jafnvel við börnin á leiðinni og benti þeim á hvernig skýin voru, fuglarnir og svo framvegis. Þau fengu alltaf að koma með mér í búðina,- ég var bara ekki að flýta mér.

Það var ekki langur tími sem leið þangað til ég fann að mér leið orðið betur. Ég var jákvæðari.

Er það ekki þetta sem verið er að tala um þegar lifað er í núinu???

Ég ætla að lesa þessa bók sem ég fann þarna í gær.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur Sturlaugsson

Mér finnst pínu villandi þegar talað er um að lifa í núinu því mér vitanlega er ekki hægt að lifa neitt annarsstaðar...nema nátturlega með tímavél.

Lói

Eyjólfur Sturlaugsson, 22.10.2007 kl. 22:07

2 Smámynd: Hulda Brynjólfsdóttir

Jú. Nú misskilurðu mig alveg.

Að lifa í núinu er að vera á staðnum um leið og maður er...

... ekki með hugann í vinnunni, eða heima eða bara einhversstaðar annarsstaðar. Þegar við förum út að ganga með Pílu og Tátu, þá förum við með þær og njótum þess,- reyndar alveg leyfilegt að hugsa um annað, en ekki að hugsa um að þetta sé leiðinlegt og maður gæti nú verið að gera eitthvað annað gáfulegra.- Ég veit þetta er ekki gott dæmi. Það er alltaf gaman í göngu með hundinn, en... þú veist hvað ég meina!!!

Hulda Brynjólfsdóttir, 23.10.2007 kl. 13:32

3 Smámynd: Herdís K Brynjólfsdóttir

Þetta með aukinn hraða samfélagsins, í tíma og rúmi er ekki einfalt mál að vinna úr. Eitt er að vita, en allt annað að framkvæma. Þetta er svipað og vandamálið með að grenna sig. Hreyfing og fæða skiptir öllu máli, en að breyta um lífsstíl.... hægara sagt en gert!
Hér þarf hugarfarsbreytingu.
Dísa

Herdís K Brynjólfsdóttir, 24.10.2007 kl. 16:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hulda Brynjólfsdóttir

Höfundur

Hulda Brynjólfsdóttir
Hulda Brynjólfsdóttir

Móðir, kennari og náttúru-unnandi.   

 hulda67@gmail.com

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • P1010079
  • ...di_p1010079
  • Tekið hef ég hvolpa tvo...
  • P1010098
  • P1010070
  • P1010053

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 26041

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband