Að lifa í núina

Hvernig lifir maður í núinu?

Alltaf þegar maður heyrir af fólki sem hefur lent í einhverjum erfiðleikum, þá talar það um að erfiðleikarnir hafi kennt þeim að lifa í núinu. Stundum hef ég velt fyrir mér hvað það þýðir og ég held ég sé búin að komast að því.

Amish fólkið segir að maður eigi að vera allur þar sem maður er,  það þýðir að maður á að vera allur á staðnum og með því fólki sem maður er staddur á þegar maður er þar. Ekki vera að hugsa um hvar maður á að vera eftir korter, hvað maður átti eftir að gera í vinnunni eða heima áður en maður fór í vinnuna.

T.d. þegar börnin koma til manns og vilja spjalla við mann, þá á maður að nota tækifærið og setjast niður með þeim og gefa sér tíma til að tala við þau þangað til þau hafa rætt tiltekið mál til enda. Ekki vera með hugann við það að kartöflurnar eru sennilega að sjóða í mauk,- eða áttu að fara í pottinn fyrir þó nokkru síðan.

Mér finnst rosalega mikið til í þessu.

Ég eyði alltof miklum tíma í að spá í hvað ég hef gert og hvað ég á eftir að gera, en minni tíma í það sem ég er að gera NÚNA 

Maður á heldur ekki að vera að velta sér upp úr þeim mistökum sem maður gerði í gær. Hugsa bara pínulítið um þau og læra af þeim, en fara svo að spá í hvað maður er að gera núna,- akkúrat núna. Ég er t.d. núna að skrifa bloggfærslu. Mér finnst ég ferlega léleg í þessu bloggi, en er að æfa mig soldið og finnst ég vera í framför, en að mér finnist þetta geggjað gaman er kannski ekki alveg rétt. Kannski kemur að því samt einhverntímann,- að mér þyki þetta gaman meina ég.

En það er svo margt annað sem er gaman og gaman að æfa sig við. Ég ætla að eyða tíma í að æfa mig í þeim hlutum. T.d. að vera með tveggja ára sponsunni minni og hinum börnunum tveimur sem mér finnst vera orðin alveg hrikalega stór og voru að klára að spila á píanó á "míní-tónleikum" rétt áðan.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur Sturlaugsson

Ég lifi stundum í núinu og æfi mig reglulega í að drekka te.

Eyjólfur Sturlaugsson, 15.10.2007 kl. 22:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hulda Brynjólfsdóttir

Höfundur

Hulda Brynjólfsdóttir
Hulda Brynjólfsdóttir

Móðir, kennari og náttúru-unnandi.   

 hulda67@gmail.com

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • P1010079
  • ...di_p1010079
  • Tekið hef ég hvolpa tvo...
  • P1010098
  • P1010070
  • P1010053

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband