29.9.2007 | 11:53
Þjóðaríþrótt Vestmannaeyinga
Vissuð þið að til þess að veiða lunda þarf veiðileyfi?
Til þess að fá veiðileyfi þarf að vera með byssuleyfi. Til þess að fá byssuleyfi þarf að eiga byssu (held ég). Maður þarf allavega að fara á námskeið í meðferð skotvopna.
En lundar eru veiddir með háf !!! - Veit ekki hvernig skotið er af háf, en...
Ég frétti þetta í saumaklúbb í gærkvöldi og fannst þetta algjör snilld. Ég held að Vestmannaeyingar hafi samt ekki sett þessar reglur,- án þess að ég viti það sossum, heldur áreiðanlega einhverjir kerfiskallar.
Annars held ég að ég hafi bara einu sinni smakkað lunda og ég man ekki einu sinni hvort mér fannst hann góður. En hann er voðalega fallegur fugl og í kraftmikilli baráttu við kanínur þarna útí Eyjum skilst mér.
Um bloggið
Hulda Brynjólfsdóttir
Tenglar
Áhugaverðar síður
- ABC-Barnahjálpin Hægt að styrkja barn mánaðarlega.
- Heiðmar Heiðmar er ljóðamaður góður og bloggar af snilld.
- Kvennakórinn Ljósbrá Heimasíða kvennakórsins Ljósbrá.
- Kærleiksvefur Júlla Notaleg og hlýleg síða um mörg og misjöfn mannleg málefni.
- Vinnustaðurinn minn Heimasíða skólans sem ég vinn við.
- Húgó sáli Húgó hefur svo margt gáfulegt fram að færa.
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.