24.9.2007 | 14:15
Börn og barnafólk.
Dóttir mín er tveggja ára í dag. Hún er svakalega dugleg stelpa, altalandi, kann að valhoppa, alveg hraust (ekki einu sinni með í eyrunum) og bara skýr og skemmtileg.
Ég geri mér fyllilega grein fyrir að ég er lánsöm manneskja að eiga heilbrigt barn. Hin tvö eru það líka.
Í fyrradag las ég grein móður í mogganum sem sat yfir dóttur sinni tveggja ára gamalli og horfði á líf hennar fjara út.
Mér varð hugsað til dóttur minnar sem er svona hress og dugleg, jafngömul og svo þessarar sem liggur bara og bíður dauðans,- hún er reyndar dáin núna, því hún dó tveimur dögum eftir að þessi grein var skrifuð.
En það er kannski ekki það sem ég vildi tala um heldur það sem greinin var aðallega að fjalla um; greiðslur frá ríkinu til foreldra langveikra barna.
Mér finnst orðið lang vera svolítið lykilorð þarna. Börnin eru greinilega lengi veik. Greiðslurnar eru samt í aðlögun (eins og margt annað sem ríkið kemur á, sbr. fæðingarorlof) Það virðist vera að við þurfum alltaf á aðlögun að halda. Foreldrar þeirra barna sem greinast eftir 1. janúar 2006 fá greiðslur í 3 mánuði, greinist þau í janúar 2007 fá foreldrarnir greiðslur í 6 mánuði og nú um næstu áramót verður stigið risaskref og greiðslur framreiddar í 9 mánuði.
Ég spyr; Af hverju þurfum við þessa aðlögun og af hverju er þetta þak?
Eru langveik börn, bara veik í 9 mánuði?
Ég er bara ekki skarpari en þetta en ég hélt að þetta lang... þýddi að þau væru þá lengur veik og jafnvel þangað til dauðinn miskunnar sig yfir þau.
Guð minn góður, er ekki nóg að sitja yfir þeim dauðvona, þó að þetta sé ekki líka svona?
Um bloggið
Hulda Brynjólfsdóttir
Tenglar
Áhugaverðar síður
- ABC-Barnahjálpin Hægt að styrkja barn mánaðarlega.
- Heiðmar Heiðmar er ljóðamaður góður og bloggar af snilld.
- Kvennakórinn Ljósbrá Heimasíða kvennakórsins Ljósbrá.
- Kærleiksvefur Júlla Notaleg og hlýleg síða um mörg og misjöfn mannleg málefni.
- Vinnustaðurinn minn Heimasíða skólans sem ég vinn við.
- Húgó sáli Húgó hefur svo margt gáfulegt fram að færa.
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.