Færsluflokkur: Tónlist
9.12.2007 | 12:14
Tónleikarnir
Alveg tókust tónleikarnir okkar á föstudaginn glimrandi vel,- gæsahúðartónleikar myndi ég segja... .
Ólafur Kjartan Sigurðarson var frábær, hann er bæði þrusugóður söngvari og mjög skemmtilegur sögumaður með glimrandi húmor. Hann söng einsöng á milli kóranna og sagði sögur og gerði grín.
Allir kórarnir sungu þrjú lög hver. Karlakórinn var með sérstaklega fallegt lag sem ég hef ekki heyrt áður sem fjallar um Jesúbarnið í mér og þér. Man ekki í augnablikinu nafnið, en set það hér inn þegar minnið skolast inní kollinn.
Í lokin sungu svo allir kórarnir saman og Ólafur Kjartan með okkur og það varð þrumandi hljómur.
Þeir sem komu að hlusta (og húsið var fullt) voru ánægðir - hinir sem voru heima misstu af góðri upplifun, en hefðu kannski ekki fengið sæti hvort eð var...
Tónlist | Breytt s.d. kl. 12:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Hulda Brynjólfsdóttir
Tenglar
Áhugaverðar síður
- ABC-Barnahjálpin Hægt að styrkja barn mánaðarlega.
- Heiðmar Heiðmar er ljóðamaður góður og bloggar af snilld.
- Kvennakórinn Ljósbrá Heimasíða kvennakórsins Ljósbrá.
- Kærleiksvefur Júlla Notaleg og hlýleg síða um mörg og misjöfn mannleg málefni.
- Vinnustaðurinn minn Heimasíða skólans sem ég vinn við.
- Húgó sáli Húgó hefur svo margt gáfulegt fram að færa.
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar